Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 258
-248-
1. tafla. Þungi sem fall af brjóstmáli.
Vöxtur á dag Þungi sem fall af brjóstmáli Reiknað
Kálfur kg fylgni Líking fylgni brjóstmál við 100 kg
1 1,22 0,999 -127,3 + 2,05x 0,994 111 cm
2 1,16 0,997 -144,4 + 2,25x 0,982 109 -
3 1,29 0,996 -152,3 + 2,36x 0,990 107 -
4 1,14 0,996 -236,1 + 3,24x 0,990 104 -
5 1,25 0,997 -194,2 + 2,84x 0,957 104 -
6 0,99 0,996 -157,9 + 2,41 x 0,929 107 -
7 1,15 0,998 -155,4 + 2,41 x 0,959 106 -
8 1,05 0,991 -166,1 + 2,51 x 0,955 106 -
9 0,92 0,996 -173,3 + 2,6 2 x 0,988 104 -
10 0,92 0,994 -156,0 + 2,4 6x 0,974 104 -
11 1,05 0,999 -117,0 + 2,02x 0,968 107 -
12 1,05 0,998 -135,3 + 2.25x 0,992 105 -
Allir 1,02 0,970 -153,9 + 2,39x 0,956 106 _
Kálfarnir þrifust allir mjög vel og engin teljandi
óhöpp urðu á tímabilinu. Sáralítið bar á skitu eða annari
óhreysti.
Talsverður þungamunur var á kálfunum er þeir komu í
tilraunina, eða frá 25 kg í 40 kg, og hefir það veruleg
áhrif á hve hagkvæm framleiðslan er, þ.e. hve mörg kg af
mjólk þarf til að ná 100 kg þunga.
Vöxtur að meðaltali á kálf á dag frá 10. degi var 1,02
kg. Hann var breytilegur frá 0,92-1,29 kg á dag milli
kálfa. Vöxtur var nokkru meiri einstakar vikur á tímabilinu.
Tími til að ná 100 kg lifandi þunga var frá 60 dögum
til 83 dagar og kemur þar til bæði mismunandi fæðingarþungi
og vaxtarhraði sbr. 2. töflu. Kjötprósenta var að meðaltali
55,35%. Kálfarnir höfðu náð góðri vöðvafyllingu er þeim var
slátrað nálægt 100 kg þungum. Einn kálfur var alinn í 120
daga. Viðbótareldi á honum fram yfir hina kálfana gaf ekki