Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 123
-113-
veruleg í jarðlögunum. Yf1rborðsvatn fyllist af gruggi í
flóðum, hvort sem þau eru af völdum snjdleysinga eða
rigninga. Ymsar tilraunir hafa verið gerðar til að sía
ferskvatn hér á landi en ekki er vitað til að þær hafi
borið algjöran árangur. Gruggið verður svo óskaplegt I mestu
flóðum. Hins vegar getur yfirborðsvatn verið grugglaust, eða
a.m.k. grugglítið, mestan hluta ársins. Vatn úr stórum
stöðuvötnum verður heldur aldrei eins gruggugt og árvatn eða
vatn úr grunnum tjörnum. Mikill hluti gruggsins siast úr i
náttúrulegum setlögum, sem dælt er úr, t.d. áreyrum. Þó
verður það að renna vissan spöl í gegnum setið. Það má
heldur ekki vera mjög gróft og opið. Raunar gildir þar sú
þversögn, að því betur sem setið síar vatnið, þvi minni er
vatnsgæfni þess, svo að þessir kostir þess fara sjaldan
saman. Siun er lítil I vel opnu bergi og gildir þar hin
sama þversögn. Minnst er þó slun 1 sprungum, enda eru þær
opnastar.
Gerlar og sýklar geta auðveldlega borist I opið vatn,
auk þess sem alls konar gróður og dýr geta þrifist í þvi.
Það er því alltaf hætta á lífrænni mengun I yfirborðsvatni,
en þó mest á sumrin, þegar heitast er og engin Ishula hllfir
vötnunum. Grófar, lífrænar leifar má að vlsu sía úr vatninu
sem annað grugg, en gerlar og sýklar verða að hafa lengri
dvöl I vatninu neðanjarðar, ef þeir eiga að deyja út.
Sótthreinsun vatns með geislun eða öðru móti er nokkuö dýr,
auk þess sem vatnið verður að vera gruggfrítt. Hreinleika
vegna hefur grunnvatn þvl alla burði yfir yfirborðsvatn , að
öðru jöfnu. Rennsli þess er llka miklu stöðugra og
áreiðan1egra, auk þess sem vinns1umannvirkjum er minni hætta
búin af völdum flóða og annarra hamfara. Grunnvatn er þvl
sýnu ákjósanlegri kostur en yfirborðsvatn, þar sem þess er
v ö 1 .
IV. Jarðrannsóknir vegna flskeldis
1. Skipulegt rannsóknarfer 1 i
Skipulegur undirbúnlngur er bezta tryggingin fyrir
árangursrlkri framkvæmd. Þar sem fiskeldi byggist á nýtingu
náttúrulegra jarðargæða er rannsókn á þeim nauðsynlegur
þáttur I undirbúningi að fiskeldi. Þessar rannsóknir nýtast
bezt, ef hægt er að vinna að þeim stig af stigi og
endurskoða rannsóknaráæ11 anir og nýtingaráform eftir hvert
stig. fi sama hátt er hagkvæmast að þrengja hringinn að
ákjósan1egasta fiske1d i sstað með svæðisbundnum
könnunarrannsóknum, staðbundnum könnunarrannsóknum og
staðbundnum nýtingar- og hönnunarrannsóknum. Fiskeldi hefur
skotizt eins og vígahnöttur upp á himin Islenzkra
atvinnuvega. Fjöldi manna hefur þar talið sig sjá tækifæri
til arðbærs og áhugaverðs atvinnurekstrar. Margir þessarra
manna hafa prjónað stór áform og jafnvel hætt til fé slnu,