Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 103
-93-
taðgólfið helst þurrt. Á þriggja ára tímabili uar þvotta-
rýrnunin að jafnaði 15% meiri í taðhúsunum, þar sem féð liggur
ekki við opið, heldur en í grindahúsunum. Þá litast ullin mun
meira í taðhúsunum einkum af síðu og lærum og var oft um 20-
30% lægri einkunn fyrir toglit.
Þá hefur einnig verið athugað flokkun og verðmat ullar-
innar með hliðsjón af þessum tveimur gólfgerðum. Að jafnaði
fer hærra hlutfall af ullinni í úrvalsflokk úr grindahúsunum
þó að taðgólfið haldist vel þurrt, en nái þau að blotna og
sporast upp fer allt að 40% ullarinnar í III. flokk. Saman-
burður á verðmati ullarinnar milli þessara húsagerða er að
sjálfsögðu háður ullarverði á hverjum tíma og svo hlutfalli á
milli verðflokka. Með hliðsjón af verð'hlutföllum undanfarinna
ára má búast við um 10-12% lægra verði fyrir ullina úr tað-
húsum haldist þau vel þurr, en 30-40% nái þau að blotna veru-
1 ega .
IX. Sauðburður oq húsaqerðir
Á árunum 1970-1977 'var safnað á vegum Bútæknideildar Rala
all ýtarlegum upplýsingum um ýmis tæknileg atriði varðandi
skipulag og vinnuhagræðingu á sauðburði (7). Þar kom m.a.
fram að vinnumagn var mjög breytilegt frá einum bæ til annars
þó að um sömu húsagerðir væri að ræða. Vinnumagn og hagræð-
ingarþættir virtust bundnir einstaklingum fremur en tilteknu
innra skipulagi húsanna. I grófum dráttum má segja að án
skipulegrar aðstöðu mældist vinnan oft um 4 mín dag á vetrar-
fóðraða kind, um 3 min þar sem skipulagðri aðstöðu var komið
upp og um 2 mín þar sem sauðburði er seinkað og ærnar látnar
bera mikið til úti.
Flestir telja mjög erfitt að nota taðgólf á sauðburði, en
það er þó vissulega mjög háð tíðarfari . Ýmsar erlendar
athuganir (11) sýna jafnvel fram á að mjög mikil hætta sé á
ýmis konar sýkingum hjá lömbunum þar sem ærnar bera á tað-
gólfi. í þessum tilvikum er sennilega skynsamlegra að seinka
sauðburði og láta ærnar bera úti við. Færð hafa verið ýmis
önnur rök (14) fyrir seinkun sauðburðar frá hinni hefðbundnu
viðmiðun, en þau verða ekki rakin nánar hér.
X. Vinna við útmokstur
Gerðar hafa verið vinnurannsóknir (10) á vinnu við út-
mokstur úr hinum ýmsu gerðum fjárhúsa og með mismunandi tækni.
Eftirfarandi tafla sýnir útdrátt úr þeim niðurstöðum.
Taðgeymsla Tækjabúnaður Vinna við útmokstur m.mín/tonn Áætluð dags- verk á ári við útmokst. í 400 kinda húsi
1. Grunnur kjallari Handverk færi 55,1 15,3
2. Grunnur kjallari Haugsuga 20,0 5,6
3. Grunnur kjallari Snekkjudæla 14,0 4,0
4. Grunnur kjallari Ámoksturstæki 13,6 3,8
5. Djúpur kjallari Ámoksturstæki 6,9 1,9
6. Skurðflór Ámoksturstæki 9,0 2,5
7. Taðgól f Handverkfæri 46,2 13,0
8 . T aðgólf Ámoksturstæki 12,1 3^4
Tafla 5. Vinnuþörf við útmokstur úr fjárhúsum með ólíkum
taðgeymslum.