Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 122
-112-
varmadælur, ef viðunandi fall fæst. Sama getur gilt vlðar,
þar sem viðráðanleg fallvötn eru til staðar og kostur er á
nógu hreinu grunnvatni.
T11 skamms tíma var ylvolgt vatn eða velgjur naumast
talið til jarðhita nema í fræðilegu tilliti. Hitinn var of
lágur fyrir nýtingu. Þetta viðhorf hefur breytzt með tilkomu
f i ske1disins. Ylvatn er nú talið hið bezta vatn til
fiskeldis, þar sem nóg er af þvl. Það er þegar nýtt með
góðum árangri I Kelduhverfi og 1 Grindavik. Vitað er um
ylvatn, eða von talin á þvi, all viða á Suðurlandi, einkum
með jaðri gosbeltisins vestara. Það er hugsanlega til víðar,
svo sem I Suður-Þingeyjarsýslu og Vestur-Skaftafe11ssýs1u,
þótt tilvist þess hafi ekki enn verið sönnuð. Lághiti og
ferskt lindavatn finnst 1 Hnappada1ssýs1u og þar gætl raunar
verið líka ylvatn að finna.
III. Gæðl vatns og varma
1. Efnainnihald
Ferskvatn á Islandi er yfirleitt efnasnautt. Sem dæmi má
nefna, að kisill er oft á bilinu 10 - 20 ppm
(mi11jónustuh1utar ) , klóríð á bilinu 5-15 ppm og kalsíum á
bilinu 2-7 ppm. Nærri ströndu, þar sem hvassir vindar
standa af hafi, er efnainnihald meira og fylgir það seltunnl
úr særokinu. Jarðhitablandað vatn (þ.m.t. ylvatn) er einnig
efnaríkara en venjulegt grunnvatn. Mýravatn, eða vatn sem
er runnið undan mýrlendi, er yfirleitt auðugt að kolsýru
(CO ), sem aftur hefur oft járnmengun I för með sér. Það er
vatna verst fyrir fiska og menn. Efnainnihald I
yfirborðsvatni er sjaldan mikið, þó það geti verið gruggugt
og óhreint.
Efnainnihald er mun meira I lághitavatni. Klsill er t.d.
oft á bilinu 50 - 200 ppm, súlfat á bilinu 10 - 100 ppm og
klóríð á bilinu 10 - 100 ppm. Sum önnur efni eru ekki eins
auðug í 1ághitavatn i nu . Magneslum er t.d. oft nánast þorrið
og kalsium aðeins á bilinu 1 - 5 ppm. Járn er sjaldan mikið
I lághitavatninu. íblöndun lághitavatn.s I kalt fiskeldisvatn
er þvl sjaldnast varhugaverð. Þvert á móti getur hún jafnvel
verið af hinu góða, þar eð ferskvatnið er jafnvel helzt til
efnasnautt m.a. með tilliti til stöðugs sýrustigs og
lyfjagjafar. Háhitavatnið er sýnu efnaríkast. KIsill getur
numið mörgum hundraða ppm og umtalsverður styrkur járns er
oft til staöar. Það er því oftar en hitt ekki hægt að nota
háhitavatnið beint til Iblöndunar.
2. Hreint og heilnæmt vatn
Grunnvatn er alla jafna hreinna og ómengaðra en
yfirborðsvatn . Rennsli þess er mikið til stöðugt og síun