Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 101
-91-
T i ma - bil Tilr . hópu r Aðbúnaður, Geldar húsagerð ær, % Lömb á 100 ær Fæðing. lamba, kg .þ Fallþ. dilka, kq.
I A-fl . Einangrað,gólf-
grindur, vetrarr. '0,3 177 3,76 15,45
B-fl . Oeinangrað, gólf-
grindur, vetrarr. 3,3 164 3,95 15,13
C-fl . Einangrað,taðgólf,
vetrarrúið 2,5 173 3,77 14,55
II A-fl . Einangrað,gólf-
grindur, vorrrúið 6,4 177
B-fl. Oeinangrað, gólf- ’ '
grindur, vorrúið 2,0 175
C-fl. Opin hús, taðgólf
vorrúið. 6,5 172
Tafla 3. Útdráttur úr niðurstöðum athugana um áhrif
húsagerðar á frjósemi, fæðingarþunga lamba og
og fallþunga. (2,5)
Þessar niðurstöður svo og ýmsar erlendar (1) benda til
þess sem áður var talið að ekki sé munur á frjósemi né fæðing-
arþunga með hliðsjón af húsagerð. Hinsvegar hefur komið fram
munur þar sem féð er vetrarrúið og fleiri samverkandi þættir
reiknaðir saman. Þá hefur komið fram munur á afurðamagni
eftir ána m.t.t. húsagerðar (5).
VI. Varmatap við vetrarrúning
Aðeins hluti þeirrar fóðurorku, sem gripirnir innbyrða,
nýtist til vaxtar, viðhalds eða mjólkurframleiðslu. Verulegur
hluti orkunnar ummyndast í varma, sem gripirnir gefa frá sér
til umhverfisins. Það orkumagn, sem þannig fer forgörðum, er
mjög breytilegt eftir búfjártegundum og hefur sauðféð nokkra
sérstöðu, vegna þess að ullin einangrar sérlega vel. Við
vetrarrúning er þessum varmahjúp svipt burt og er þá húsunum
ætlað að taka við hlutverki ullarinnar í þessu tilliti. Þessu
eru húsin oft vanbúin að mæta eins og þeir bændur þekkja, sem
orðið hafa fyrir skakkaföllum vegna kulda í húsunum eftir að
rúið hefur verið.
í tilraunum (6) hefur varmaframleiðsla (varmatap) fjárins
bæði fyrir og eftir rúning verið mæld. I ljós hefur 'komið að
fyrir rúning er varmaframleiðslan á bilinu 50-70 W/kind
(1W=0,86 kcal/klst), en 110-130 W/kind eftir rúning, þegar
húshitinn er á bilinu 7-12 C. Varmaframleiðs1an minnkar
nokkuð þegar líður frá rúningi, en eykst aftur þegar sauð-
burður nálgast. Þegar húshitinn lækkar eykst varmatapið
verulega, t.d. eykst tapið um 20% við lækkun á hitastigi úr
10°C i 0 C.