Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 49
-39-
auka um leið allan þykktarvöxt holdsins. Á þessum árum var
hins vegar ekki reynt að greina á milli vöðva- og fitusöfnunar
enda kröfur markaðarins aðrar þá en nú. Til fróðleiks má geta
þess, að allt fram yfir seinni heimsstyrjöld var mör á hærra
verði en kjöt og stundum á allt að þreföldu kjötverði. Árið
1948 fengust 6-9 kr fyrir kg af mör en 850 - 910 kr fyrir kg
kj öts.
Enda þótt auðvelt sé að dæma beinabyggingu og holdafar á
lifandi kind, verða kjötgæðaeiginleikar s.s. hlutfall vöðva og
fitu, vöðvaþykkt og fitudreifing ekki metnir af nákvæmni nema
með skrokkmælingum og sundurskurði skrokka. Afkvæmarannsóknir
á hrútum með itarlegum kjötmælingum hófust á Hesti 1957 og
hafa verið framkvæmdar árlega siðan. Tilgangur þessara
rannsókna er annars vegar að treysta úrval fyrir auknum
kjötgæðum og hins vegar að safna gögnum um arfgeng tengsl
hinna ýmsu skrokkeiginleika og meta þær breytingar, sem fram
koma við slikt úrval. Árið 1980 voru gerð upp gögn úr
afkvæmarannsóknum frá 1958-'77 og reiknaðir erfðastuðlar fyrir
kjötgæðaeiginleika. Arfgengi nokkurra þessara þátta svo og
erfðafylgni milli þeirra er sýnt i l.töflu
l.tafla. Arfgengi (h2) og erfðafylgni nokkurra eiginleika,
sem tengjast vefjabyggingu og kjötgæðum.
Arfgengi á hornalinu.
Fall Læri Leggl . B AxB C J
Fallþungi 0.11 0.01 0,41 0,14 0,32 0,22 0,06
Lærastig 0.54 -0,81 0,52 0,26 0,25 0,62
Legglengd 0.82 -0,62 -0,44 -0,04 -0,42
Þykkt bakv.-B 0.32 0,83 -0,39 0,15
Flatarm.-AxB 0.36 -0,29 -0,04
Bakfita - C 0.32 0,62
Siðufita - J 0.28
Allir eiginleikarnir utan fallþungi hafa hátt arfgengi,
fitumálin þó einna lægst. Þessum eiginleikum ætti þvi að vera
fremur auðvelt að breyta með úrvali. Allir þættirnir nema
lærastig og siðufita sýna jákvæða erfðafylgni við fallþunga en
ekki þó ýkja háa, að undanskilinni legglengd. Þá sýnir taflan,