Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 161
-151-
1andbúnaðaraturSa í stórum dráttum Þannig fram að settur var upp
rekstrarreikningur fyrir bú sem hafSi tekjur af framleiðslu
nautgripa- og sauðfjárafurða. ft stundum voru reiknaíar inn tekjur
af hrossum og garðrækt, en Þvi var hætt hin seinni ár og voru
Þessar afurðir verðlagðar sérstaklega. Verílagriing afurða í
alifugla- svína- og garðrækt- hefur fram til Þessa helgast að
mestu leyti eftir lögmálinu um framboð og eftirspurn, en pó hafa
bændur í Þessum búgreinum haft ýmsar forsendur til viðmiáunar.
Við verálagningu 1andbúnaóarafurða er Þörf á upplýsingum um
kostnað og umfang eftirtalinna atrióa:
1) Kostnaður:
a) Aðföng:
Fóðurnotkun (tegundir, magn)
Fóðuröflun (áburður, sáðvörur, bindigarn,
í b1öndunarefni,áhöld)
Vélar (verkfæri,brennsluefni,smurningur,frostlögur,
gúmmi,varahl.)
Flutningar (á kjarnfóðri, áburði, sláturfé, öðrum
vörum)
Þ jónusta (dýralækn i'r, lyf, sæðingar, rafmagn, póstur
og s i m i )
Viðhald (málning, timbur, girðingar, annað)
b) Ýmis kostnaður
(tryggingar, fasteignaskattur, aðstöðugjald, fjallskil,
leiga)
ci Fjárfestingár (vélar, byggingar, vaiítakostnaður,
lánstími)
d) Vinnuþörf (tímafjöldi, yfirvinna, unnir frídagar,
félagsleg réttindi)
ii) Afurðir: (tegundir, flokkun, magn, (markaðsaðstæður))
Þessar upplýsingar veróa að vera Þannig unnar að Þær gefi sem
réttasta mynd að búrekstri i landinu á Þann hátt að bæði sé tekið
tillit til búsetu og bústærðar. Því Þurfa aó liggja fyrir
upplýsingar um fjölda búa í hverri grein ásamt stsrðardreifingu
til að hægt sé að gera sér nægilega glögga mynd af ástandinu eins
og Það er hverju sinni.
2) Aætlanagerð
a) Aætlanagerð fyrir einstaka bændur.
Við vinnslu áætlana fyrir einstaka bændur hlýtur Þörfin fyrir
upplýsingar að helgast að vi.ðfangsefninu hverju sinni. í grófum
dráttum er Þörfin fyrir upplýsingar hin sama og vegna verð-
lagningar, Þött svo að sundurliðun verði aldrei jafn mikil,
hvorki tekna eða gjalda megin. Þ'ó ber á Það að lita að Þar sem
áætlanagerð fyrir bændur er oftast nær vegna fyrirhugaðra fjár-
festinga, þá er nauðsynlegt að gera nákvæma sundurliðun á Þeim
fjármögnunarmöguleikurn sem fyrir hendi eru. Þeim má skipta upp í
eftirfarandi Þætti: