Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 99
-89-
eftir húsagerðum. Ef öllum kostnaði er deilt niður á kind á
ári er hann á bilinu 651 kr/kind og í allt að 96á kr. Kostn-
aður við einangrun húsanna virðist vera um 45 kr/kind á ári.
Eftir þessum niðurstöðum að dæma virðist hlutdeild húsanna í
framleiðslukostnaði sauðfjárafurða vera verulega hærri en í
verðlagsgrundvellinum og munar þar mestu um vexti og af-
skriftir af fjármagni sem sækja þarf annað en til Stofnlána-
deildar.
III. Loftslaq í fjárhúsum
Loftslagið er einn af þeim umhverfisþáttum sem hefur hvað
mest áhrif á þrif og vellíðan fjárins. Munur á loftslagi í
húsum er að sjálfsögðu verulegur eftir þykkt einangrunarefnis
og 1oftræstibúnaði. I athugunum (3), sem gerðar voru í nýrri
gerðum fjárhúsa, var meðalhitinn yfir innistöðutímann um 6 C.
I kyrru veðri fraus að jafnaði í óeinangruðu húsunum við um
-10°C, en í roki við um -6 C. í einangruðum húsum,olítið
loftræstum í kuldum, eru samsvarandi tölur -16 C og - 10 C. I
meðalárferði má búast við að hitastigið í óeinangruðum húsum
sé undir frostmarki um 20-30% innistöðutímans (5).
Ekki er talið æskilegt að loftraki í gripahúsum sé meiri
en 80%. Undir þessum mörkum er erfitt að halda loftrakanum í
fjárhúsum þegar féð er í ullu, vegna þess hve upphitun frá
fénu er lítil (6). í fyrrnefndum athugum (3) var loftrakinn
að jafnaði 86% í óeinangruðum húsum, en 81% í einangruðum.
Loftrakinn er mestur við lágan útihita vegna lítillar loft-
ræstingar og er þá oft á bilinu 90-100%, en það getur m.a.
haft slæm áhrif á ullargæðin (3). Með því að einangra húsin
má veita meira lofti í gegnum húsin án þess að hitastigið
lækki og þar með minnka loftrakann.
Uið vetrarrúning verður mikil breyting á loftslaginu í
húsunum vegna aukinnar upghitunar frá fénu. Ekki er óalgengt
að hitastigið hækki um 4-7 C og að loftrakinn minnki jafnframt
um 10-15% (5). Eftir rúning eru ekki örðugleikar vegna loft-
raka, en hins vegar getur reynst erfitt að viðhalda nægilega
háu hitastigi .
IV. Húshiti oq fóðurþörf
Kannað hefur verið í tilraunum (5), hvaða áhrif húsagerð
hefur á þyngingu ánna eða þungabreytingar á innistöðu. Gefið
var sams konar hey og kjarnfóður að magni og gæðum í báðum
ti1raunahópum. Önnur húsin voru einangruð (2" einangrunar-
efni), en hin óeinangruð, en aðbúnaður var að öllu öðru leyti
sá sami.
í ljós kom, að ekki var raunhæfur munur á ■ þungabreytingum
ánna fram að vetrarrúningi með hliðsjón af húsagerð (Tafla 2)
Einangrun ullarinnar virðist því það mikil í þessu tilliti, að
kuldi í húsunum hefur ekki áhrif á fóðurnýtingu fjárins á
meðan það er í ullu. Svo virðist, sem fénu líði þá best, ef
húshitinn er á bilinu 2-6 C.
Eftir vetrarúning hefur umhverfishitinn hins vegar greini-
leg áhrif. Þegar þungaaukningin er umreiknuð í grömm á dag á
hverja kind kemur í ljós, að aukningin helst svo til óbreytt í
einangruðu húsunum frá því, sem hún var fyrir rúning, enda
hitastigið í húsunum yfirleitt um og yfir 10 C eftir rúning.