Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 50
48
rekstur leiðbeiningamiðstöðvanna sjái sér ekki annað fært en að láta vinna búrekstraráætlanir
fyrir alla sem sækjast eftir rekstrarleiðbeiningum, til þess eins að fá styrk og eiga þar með
meiri möguleika á að láta enda ná saman í rekstrinum. Á þessu fmnst mér að finna þurfi betri
lausn þannig að fjármagnið sem ætlað er til að bæta rekstur í greininni nýtist sem best.
HVAÐA UPPLÝSINGAR ERU MDCILVÆGAR
Þær upplýsingar sem að mínu mati em nauðsynlegar til þess að hægt sé að átta sig á stöðu
rekstrarins eru nokkuð skipulega og vel settar ffam í rekstrargreiningarlíkani því sem
aðgengilegt er á heimasíðu Bændasamtakanna. Þar eru helstu þættir breytilegs kostnaðar
bomir saman og jafhífamt eru ýmsar stærðir reiknaðar yfir á krónur á líter. Sú ffamsetning
sem ég hef séð á þessum upplýsingum finnst mér góð og hef ekki mikið við hana að athuga.
Eitt vil ég þó benda á. Það er að nota orð sem eru öllum sem fást við rekstur auðskiljanleg.
„Vergar þáttatekjur" er eitthvað sem í flestum tilvikum þarfhast útskýringa. Af eigin reynslu
get ég sagt að illskiljanlegt málfar þeirra sem stunda leiðbeiningar eykur ekki áhugann á því
sem leiðbeiningamar snúast um.
Eins og ffam hefur komið tel ég að rekstrargreining sé mjög gott hjálpartæki til að
bændur geti áttað sig á því hvemig rekstur þeirra gengur samanborið við aðra. Samanburður
milli búa er mikilvægur þar sem samanburður við aðrar atvinnugreinar getur af ýmsum
orsökum reynst erfiður. Spumingin er kannski ffekar við hvaða bændur er rétt að miða. Hjá
Búgarði á Akureyri er samanburðurinn miðaður við bændur á svæðinu, sem og bændur á
landsvísu. Þannig fæst samanburður við bændur sem búa við líkar aðstæður varðandi veður-
far, lengd gjafatíma o.fl. Einnig sést hvemig bændur á svæðinu standa samanborið við landið
í heild.
Þau líkön eða forrit sem notuð hafa verið til þess að gera rekstraráætlanir þekki ég ekki
mikið, en hef aftur á móti ákveðnar skoðanir á því hvaða upplýsingar ég vil fá ffam í slíkri
áætlun. í stuttu máli má segja að ég vilji fá ffam á sem nákvæmastan hátt allar peningafærslur
ffá ári til árs á þeim tíma sem áætlunin nær til. Það er að segja sundurliðað hveijar tekjumar
em, hvað fer í breytilegan kosmað, fastan kostnað, laun, nákvæmt yfirlit yfír greiðslubyrði
lána og hver lausafjárstaðan er og einnig áætlaða einkaneyslu. Með öðmm orðum vil ég sjá
áætlað sjóðsstreymi ffekar en reiknaðan kostnað eins og afskriffir. Þær skipta mig minna máli
þegar ég er að reyna að sjá fyrir hvemig staða rekstrarins verður á næstu ámm, ekki nema þá
til að sjá fyrir skattgreiðslur. Eins vil ég minna á vangaveltumar hér að framan um niður-
færslu á kaupverði greiðslumarks, em þær afskriftir raunvemlegur kostnaður eða verður
áffam eignamyndun við kaup á greiðslumarki?
ÁVÖXTUN EIGIN FJÁR
Stundum hefur mér fundist þegar ég les viðtöl við bændur sem birst hafa í Bændablaðinu og
víðar að þeir geri almennt ekki mikla kröfu um ávöxtun af því íjármagni sem bundið er í bú-
skapnum. Ekki ætla ég að reyna að útskýra þessa afstöðu, en aftur á móti langar mig að setja
ffam smá hugleiðingu um það hvað gæti talist eðlileg ávöxtunarkrafa eigin fjár i kúabúskap.
Ávöxtunarkrafa á alltaf að endurspegla þá áhættu sem fólgin er í viðkomandi fjárfestingu
eða verkefni. Til að byija með getum við gefið okkur að ávöxtunarkrafa eigin fjár á að vera
hærri en þeir vextir sem borgaðir em af lánsfé. Ástæða þess er að ef rekstur stöðvast fá þeir
sem eiga kröfur á búið í formi lánsfjár sínar kröfur greiddar áður en eigendur eigin fjár fá sitt
fjármagn til baka. Þar með er ljóst að meiri áhætta fylgir því að eiga eigið fé í búrekstri en
lánsfé.
Að öðm leyti þurfum við að reyna að átta okkur á hversu mikil áhætta fylgir því að fjár-