Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 91
89
própíonsýru þyrfti til öruggrar geymslu. Þann 7. september var skorið bygg í tilraunina af sex-
raða yrkinu Arve. Þurrefiii þess var 53,2%. Própíonsýrunni var blandað í byggið í snigli sem
færði það ffá sturtuvagni upp í 600 1 fiskkör, en í þeim var súrbyggið síðan geymt. Sérstök
sýrudæla af gerðinni Mini-Minor frá Jetway var notuð til þess að úða sýrunni neðst inn í
snigilinn við fyllisvelg hans. Dælan er tengd við venjulegan 12 V rafgeymi og er hönnuð til
að ganga ofaní 200 1 tunnur. Rennslismælir var tengdur dælunni svo hægt væri að fylgjast
með sýramagninu sem notað var. Snigillinn er 8 m langur, en á þeirri leið blandaðist sýran
bygginu mjög vel — en það er grundvallaratriði eins og áður sagði. Lágmarkslengd á snigli er
6 metrar. Snigillinn var knúinn vökvamótor er tengdur var við dráttarvélina sem stóð fyrir
sturtuvagninum. Sýrumagnið var mælt sem nákvæmast svo og byggmagnið sem fór í hvert
kar, en það voru 417 kg að meðaltali. Til að blöndun sé nákvæm þarf að rennslismæla
snigilinn og finna út hversu mörg kg/mín fara i gegnum hann, en það er háð m.a. þurrefhis-
innihaldi byggsins og halla snigilsins.
Bygg var sett í fimm kör, og reynt mismikið af própíonsýru í hvert þeirra. Ekki var talin
ástæða til þess að hafa með tilraunarlið án íblöndunar. Erlendis er ráðlagt magn própíonsýru
þetta sé um opna komgeymslu að ræða (BASF á. á.):
• Bygg með 70 % þurrefni 131/tonn
• Bygg með 60 % þurrefni 22 1/tonn
• Bygg með 50 % þurrefni 30 1/tonn
Samkvæmt þessari reglu hefðum við átt að nota 26-28 lítra af sýru i tonnið. Við kusum
hins vegar að halda okkur neðar og reyndum skammtana 12, 18 og 24 1/t.
Til þess að fylgjast með verkun var hitamælum komið fyrir í körunum og hiti í súr-
bygginu mældur af og til ffam í desember. Körunum var komið fyrir í óeinangraðri hlöðu í
Keldudal, þar sem þau stóðu opin allt ffam i apríl að tekin vom mælisýni úr þeim.
ÁRANGUR FYRSTU TILRAUNARINNAR
í stuttu máli reyndist súrbyggið í öllum kömnum verkast prýðilega. Það varð ekki vart neinna
óæskilegra breytinga í því þótt geymslutíminn væri fullir sjö mánuðir.
Hitastig í súrbygginu fyrstu 3 mánuðina fór aldrei yfir 15°C. Hæstur var hitinn á fyrstu
dögum geymslunnar. Síðan virðist hann hafa fallið jafnt og þétt.
Sýrustigið í súrbygginu var að meðaltali pH 4,59 (hæst 4,77, en lægst 4,36). Reiknuð tala
fyrir náttúrulega súrsun byggs í plastsekkjum, við sama þurrefni og geymslutíma, er pH 5,22
ef miðað er við mælingar hjá allmörgum kombændum veturinn 1997-1998 (Bjami Guð-
mundsson 1998). Sýmstigstölumar sýna líka hve vel própíonsýran hefur varðveitt byggið.
Ekki fundust nein áhrif af magni própíonsýmnnar á verkun byggsins, þrátt fyrir það að
mjög væri dregið úr sýmmagninu. Þótt magnið væri komið ofan í 12 1/tonn var ekki að sjá
áhrif af því. Þessi niðurstaða vakti okkur nokkra undmn, í ljósi erlendu reglunnar sem áður
var getið. Líklegasta skýring á misræminu er umhverfishitinn. í nágrannalöndum geta bændur
verið að súrsa bygg sitt í 10-25°C dagshita, og stundum meira, og meðalhiti fyrstu geymslu-
vikna er að sama skapi hærri en hérlendis, þar sem hann er 3-7°C í september-október.
Byggkörin vom sett í tvær stæður. Vatnsdropar úr þaki láku ofaní efstu körin tvö þegar
útihitastigið var að sveiflast í kringum ffostmarkið. Skoðað var hvort það hefði einhver áhrif á
byggið. í ljós kom að u.þ.b. hnefastórt svæði þar sem dropamir höfðu fallið niður var farið að
skemmast þegar kom að gjöfum á bygginu. Létt yfirbreiðsla virðist því vera nauðsynleg til að
veija byggið slíkum raka.
Við völsun var byggið mjög laust i sér og rann auðveldlega, þrátt fyrir lítið þurrefnisinni-
hald. Öll meðhöndlun var mun auðveldari en á sambærilegu byggi, sýrðu á náttúmlegan hátt,