Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 192
190
eins langt og riauðsynlegt er. Rennan verður u.þ.b. 20 m breið og 5-6 km löng, hún verður
einnig nýtt sem tún. Landinu verður síðan skipt niður í beitarhólf útfrá rennunni. Með því
móti er hægt að fara með fjárhópa úr ákveðnu hólfi án þess að raska ró i öðrum hólfum.
Hólfin verða það mörg að ekki verður nauðsynlegt að nota sömu hólf vor og haust, með því
móti verður dregið úr hættu á hníslasótt og ormasmiti.
Skipulag girðinga í sumarhögum
Neðstu hlutar sumarhaganna verða girtir af og skipt í 2-3 hólf. Fjalllendinu verður skipt í
tvennt og á öðrum hlutanum verður eingöngu heimafé. Þegar sá hluti er smalaður kemur hann
inn í rennu sem liggur niður að þjóðveginum og í rennu meðffam veginum. Fyrir nokkrum
árum var íjárfest í landi sem liggur sunnan vamarlínu, ætlunin er að girða það af og mun þessi
hluti tengjast þeim hluta sem heimaféð gengur á. Með þessu móti eiga fjórir menn á tveimur
hjólum að geta smalað sumarhagana með góðu móti.
GIRÐINGAREFNI
Stofrikostnaður og viðhaldsvinna við netgirðingar er mjög mikill og því verður eingöngu
notast við rafriiagnsgirðingar. Notast verður við plastgirðingarefrii frá Plastmótun ehf. Plast-
mótun ffamleiðir ýmsar nytjavörur úr plasti, eingöngu er notast við úrgangsplast í ffam-
leiðslunni, en til falla um 16.000 tonn af því árlega hér á landi.
Eins og flestir vita sem hafa notað rafgirðingar er erfitt að halda uppi góðri spennu þar
sem grasvöxtur er mikill, þ.e. meðffam vegum, við tún og gróið land. Þetta er þekkt vandamál
hér á landi, en nokkrar aðferðir hafa verið reyndar til að spoma við þessu. Ein lausn á þessum
vanda felst í því að fjarlægja grasið undan girðingunum.
Notast verður við svokallaðar veltigirðingar. Helstu hlutar þeirra eru tvær gerðir af velti-
homum, veltistaurar og yfirkeyrslustaurar. Girðingunni er velt á hliðina og síðan er hægt að
slá undan henni. Veltingin er fljótleg og eftir að henni er lokið er girðingin samt sem áður
fjárheld. Notast verður við flotstaura þar sem girt er yfir ár og vötn. Flotstauramir hækka og
lækka með yfirborði árinnar, þeir geta einnig staðið á þurru landi og falla inn í veltikerfið.
Girðingin er ekki jarðföst og því em menn ekki eins bundnir af staðsetningu vegna þess
að hægt er að færa hana milli svæða. Hægt er að girða á hvaða árstíma sem er, ef ekki er
mikill snjór til staðar. Frostlyftingarvandamál em úr sögunni og verður það að teljast stór
kostur.
Girðingarefni í kringum fjárhús
Notast er við raffnagnsvír á milli girðingarhólfa og verða hafðir 8-10 vírar. Þegar lömbin eru
orðin nokkurra daga gömul em þau ásamt ánum sett í þessi hólf, þar læra þau af reynslunni
því öll vitum við að brennt bam forðast eldinn. Rennumar meðffam fjárhúsunum em einu
girðingamar úr neti og er það vegna notkunar á haustin. Enginn staur verður jarðfastur, hvorki
homstaurar né aðrir, það er gert til þess að auðvelda þrif eða jarðvegsskipti. Staurinn er festur
á fót sem stendur á jörðinni og homstaurinn er boltaður á steyptan platta.
Girðingarefni í sumarhögum
Girðingarkerfi í úthaga verður það sama og notast hefur verið við á síðustu árum, niðurreknir
staurar, nema þar sem hætta er á miklu grasi og hægt er að slá undan. Þar sem ísing eða snjóa-
lög em mikil verður notast við fallstaura sem auðvelt er að leggja á hliðina eða falla sjálfkrafa
við ákveðinn þunga.