Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 244
242
vel til sjálfbærs búskapar. Vert er að minna á að ekki hefúr verið mótuð ákveðin stefha um
vemdun sauðfjár og annarra tegunda búfjár í landinu (10) og því hefúr ekki verið gerð
verndunaráætlun fyrir kynið. Það verk er orðið brýnt og jafnframt tel ég að endurskoða
þurfi þau lagaákvæði sem lúta að innflutningi sauðfjár og annars búfjár. Þannig verði
vemdunaraðgerðir teknar fastari tökum þegar leitað er eftir innflutningi sem stofnað getur í
hættu tilvist hins innlenda kyns. Þá þyrftu að vera tiltæk skýr ákvæði um verndunarmat, sbr.
umhverfismat (9). Það er vissulega í anda sjálfbærrar þróunar að beita slíkum fyrirbyggjandi
aðgerðum.
AÐBÚNAÐUR, FÓÐRUN OG BEIT
Með semingu reglugerðar um eftirlit með aðbúnaði sauðfjár o.fl. nr 80/2000 (16) var styrkari
stoðum skotið imdir eftirlit með sauðfjárbúskap miðað við nútíma búskaparhætti. Þar sem
innistöðutími er víða langur hér á landi var lögð áhersla á húsvistarþáttinn og í reglugerð um
forðagæslu, eftirlit og talningu búfjár nr 86/2000 (17) vom settar ffam skýrari reglur um
ásetning o.fl. Allt stuðlar þetta að góðri meðferð fjárins og virðingu fyrir velferð þess. Ég tel
þó sérstaka ástæðu til að teknar verði til athugunar þær miklu breytingar sem orðið hafa á
flutningi sláturfjár á seinni ámm. Líkt og gerst hefur t.d. í Bretlandi hefur sláturhúsum fækkað
stórlega, hér úr 58 í 17 á undanfomum 20 ámm. Fyrrum var algengt að flutningstími væri að-
eins 1-2 klukkustundir. Þótt flutningatækin séu betri en áður er þetta neikvæð þróun, en þó er
ástandið trúlega betra en í sumum nágrannalöndunum. Hér kemur einnig til aukin hætta á út-
breiðslu búfjársjúkdóma. Vitað er að í Evrópusambandinu er á döfinni að leyfður hámarks-
flutningstími sauðfjár og annars búfjár verði 8 klukkustundir. Hér á landi er það mikill kostur
og stuðlar að bættri velferð að fé er ekki flutt á markaði, aðeins beint til slátmnar frá uppmna-
búi. Hvað vetrarfóðrið varðar má reikna með að áfram verði treyst sem mest á vel verkað
gróffóður og litla notkun innflutts fóðurbætis, mjög í anda sjálfbærrar þróunar, nema farið
verði að nota meiri tilbúinn áburð á hvem hektara túns og/eða flytja allan tilbúinn áburð inn
frá útlöndum. Vissulega myndi aðlögun að líffænum sauðfjárbúskap vera mjög jákvæð að
þessu leyti, þótt ekki væri nema á hluta búanna (18). Hvað beitina varðar er ljóst að meðferð
beitilanda fer víðast hvar batnandi. Hófleg beit á góðan úthaga er sjálfbær og miðað við þann
ræktunarbúskap, sem hér hefur verið að þróast um áratuga skeið, ásamt uppgræðslustarfi
ýmiss konar, má ætla að sauðfjárræktin verði stunduð í góðri sátt við náttúm og umhverfi.
Landnýtingarþáttur væntanlegrar gæðastýringar getur hraðað þessari þróun og þannig stuðlað
að sjálfbæmi, einkum ef jafnhliða verður unnið markvisst að landbótaverkefnum eftir því sem
vemdun gróðurs og jarðvegs krefst. Ég tel þó að gefa verði a.m.k. 10 ára aðlögunartíma til að
koma beitarháttum í sjálfbært form, sé þeim ábótavant. Hugtakið sjálfbær þróun gefur til
kynna að umbætur séu gerðar í áföngum, breytingar verði til vistvænni búskaparhátta, líkt og
aðlögun í líffænum sauðfjárbúskap (18). Jákvæð áhrif gæðastýringar geta snúist upp í and-
hverfu sína ef hún veldur sem slík vemlegri fækkun sauðfjárbænda, því að þá fer hinn félags-
legi þáttur að verða afgerandi. Hugleiðum það nánar.
BÚSKAPARHÆTTIR OG BYGGÐAMÁL
Stöðug fækkun bænda, sérstaklega þeirra sem stunda sauðfjárrækt, og samþjöppun búskapar
leiðir óhjákvæmilega til byggðaröskunar. Sú röskun snertir bæði dreifbýli og þéttbýli og
striðir gegn öllum þáttum sjálfbærrar þróunar, a.m.k. þegar til lengri tíma er litið. Stórborgir
sem um áratuga eða alda skeið hafa dregið til sín fólkið úr sveitunum em viða orðnar mjög
ósjálfbærar og viðkvæmar fyrir hvers konar ytri áhrifum og áföllum. Þó er varið miklum fjár-
munum til að gera þær aðlaðandi og ömggari, tekist er á við förgun sorps og skólps, jafnvel