Saga - 2004, Blaðsíða 27
gróðursetningu trjáplantna við hann. Þar er nú Hljómskálagarður-
inn.28
Vorið 1938 blandaði Jónas Jónsson frá Hriflu, formaður Fram-
sóknarflokksins og bæjarfulltrúi, sér í þessa umræðu og sagði að
framsóknarmenn í bæjarstjórn Reykjavíkur hefðu frá því fyrir 1930
barist fyrir því
að gera landið allt frá Tjörninni og suður að Skerjafirði, þar
með talda Öskjuhlíðina að leikvelli, íþróttasvæði og hressingar-
stað fyrir börn þessa bæjar … Vatnsmýrin á að verða fyrir
Reykjavík það sem Hyde Park er fyrir London: Allt grænir,
sléttir vellir, þar sem börn og fullorðnir finna angan gróðurs og
blóma, eins og í friðlýstri graseyju, innan um eyðimörk stein-
steypu- og asfaltvega. En sunnan við þessa grasey kemur leik-
vangurinn og þá hinn mikli baðstaður við Skerjafjörð.29
Skömmu áður en Jónas ritaði þetta hafði Sigurður Jónasson, vara-
fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn, talað fyrir nauðsyn þess
að gera flugvöll í Vatnsmýri, eins og fram kom hér á undan, svo að
ekki er víst að öllum samflokksmönnum Jónasar hafi hugnast svo
plássfrekur almenningsgarður.
Framámenn innan íþróttahreyfingarinnar höfðu um árabil rennt
hýru auga til svæðisins við suðvestanverða Öskjuhlíð upp af
Skerjafirði. Þeir unnu hálfan sigur árið 1936 þegar bærinn keypti,
fyrir forgöngu Íþróttasambands Íslands, um 80 hektara lands við
hlíðina með það fyrir augum að útbúa fjölbreytt æfinga- og keppnis-
svæði með íþróttaleikvangi (knattspyrna og frjálsar íþróttir) sem
tæki 30.000 áhorfendur, átta knattspyrnuæfingavöllum, níu tennis-
völlum, æfingasvæði fyrir frjálsar íþróttir og skeiðvelli. Síðar var
ráðgert að bæta við íþróttahúsi, sundlaug, skautahöll og fleiru.30
Utar við Skerjafjörð var Skildinganeshverfið en það var sá bæjar-
hluti sem næst stóð fyrirhuguðu flugvallarsvæði og því viðbúið að
vallargerðin og flugstarfsemin snerti þá byggð öðrum fremur.
Skildinganes varð löggiltur verslunarstaður árið 190531 og tilheyrði
R E Y K J AV Í K U R F L U G V Ö L L U R 27
28 Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870–1940. Fyrri hluti, bls.
299–300, 302, 304–305. — Sami, „Tjörnin og mannlífið“, bls. 68–70.
29 J[ónas]. J[ónsson]., „Sumarið og börnin“ [forystugrein], bls. 3.
30 Ben[edikt]. G. Waage, „Um hið nýja íþróttahverfi skrifar Ben. G. Waage, for-
seti Í. S. Í.“, bls. 8. — „Leikvangur, 8 knattspyrnuvellir, 9 tennisvellir, skeið-
braut o. fl.“, bls. 8.
31 Stjórnartíðindi 1905, bls. 222.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 27