Saga - 2004, Blaðsíða 187
H E L G A K R E S S
Meðal annarra orða
Um aðferðafræði og vinnubrögð
við ritun ævisögu Halldórs Laxness
S Í Ð A R I H L U T I
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Halldór 1902–1932. Ævisaga Halldórs
Kiljans Laxness. Almenna Bókafélagið. Reykjavík 2003.
„Því má enn ekki gleyma, að bók mín er ævisaga,“ segir Hannes
Hólmsteinn Gissurarson um bók sína Halldór 1902–1932. Ævisaga
Halldórs Kiljans Laxness í greinargerð sem hann lagði fram á blaða-
mannafundi 8. janúar 2004 og vitnað er til í fyrri hluta þessarar
greinar.1 Með þessum orðum lætur Hannes að því liggja að aðrar
reglur gildi um ritun ævisagna en annarra fræðirita. Á fundinum
var hann spurður út í aðferðir við að rita ævisögur, og þær sagði
hann vera tvær. Væri önnur hin svokallaða „cut and paste“-aðferð
sem fælist í því að taka texta úr bókum, „setja gæsalappir utan um
þá og prjóna eigin texta á milli.“ Þessari aðferð sagðist hann hafa
hafnað jafnvel þótt hann hefði með henni getað „tryggt sig gagnvart
gagnrýnisröddunum“. Þess í stað hefði hann kosið hina aðferðina
sem væri að „sannreyna“ textann og „endursegja“ hann,2 og væri
það „matsatriði hverju sinni“ hvort vísa ætti til heimildar.3 Aðspurð-
ur um þriðju aðferðina sem væri „að semja eigin texta“ og vitna til
heimilda eftir þörfum, sagðist hann vera „á móti því að finna hjólið
Saga XLII:2 (2004), bls. 187–222
Í TA R D Ó M U R
1 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Greinargerð frá Hannesi Hólmsteini Giss-
urarsyni lögð fram á blaðamannafundi 8. janúar 2004,“ Morgunblaðið 9. jan.
2004, bls. 29, dálkur 3. — Sjá einnig: Helga Kress, „Meðal annarra orða. Um að-
ferðafræði og vinnubrögð við ritun ævisögu Halldórs Laxness. Fyrri hluti“,
Saga XLII:1 (2004), einkum bls. 187–192.
2 „‘Ég gerði ekkert óheiðarlegt, framdi engan ritstuld’“, Morgunblaðið 9. jan.
2004, bls. 27, dálkur 3.
3 Sama heimild, dálkur 4; ítrekað í dálki 5.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 187