Saga - 2004, Page 88
viðhorf á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar að bæjarlífið væri óhollt
börnum.85 Í bæjunum vendust þau á ýmsa ósiði og þau stæðu sveit-
arbörnum langt að baki hvað þroska og menntun varðaði.86 T.d.
kom aldrei til greina þegar Sesselja Sigmundsdóttir var að leita að
jörð undir barnaheimili sitt, sem stofnað var 1930 og síðar nefnt Sól-
heimar, að það yrði í Reykjavík enda talið á þessum tíma nauðsyn-
legt fyrir börn að njóta heilsusamlegs sveitalofts á sumrin og að
bæjarlífið væri nánast heilsuspillandi.87
Fleiri ástæður má finna fyrir því að börnum var frekar komið
fyrir í sveit en í Reykjavík. Gísli Ágúst Gunnlaugsson hefur bent á
að vöxtur þéttbýlisins hafi m.a. haft í för með sér miklar breytingar
á verkefnum innan fjölskyldunnar og þar með stöðu barna. Í gamla
bændasamfélaginu var fjölskyldan í senn framleiðslu- og neyslu-
eining og vinnuafl barna var nýtt eftir kostum. Þegar fjölskyldur
voru leystar upp var þeim meðlimum sem ekki gátu framfleytt sér
komið fyrir hjá bændum sem reyndu að nýta vinnuafl þeirra. Í þétt-
býlinu voru hins vegar ekki jafngóð tök á því að hafa not af vinnu-
afli niðursetninga vegna þess að í þéttbýli var fjölskyldan sjaldan
framleiðslueining.88 Af þessu mætti því ætla að vöxtur þéttbýlis, í
þessu tilfelli Reykjavíkur, og það hversu erfitt var að hagnýta
vinnuafl niðursetninga í þéttbýli, hafi m.a. verið ástæða þess að
börnum var frekar komið fyrir í sveit. Bríet Bjarnhéðinsdóttir benti
t.d. á hversu erfitt væri að koma börnum fyrir í bæjunum árið 1913:
Í bæjunum er hálfu verra að koma börnum fyrir en í sveit-
um. Þar verða þau oft notuð til ýmislegrar vinnu og er oft
komið á bestu heimilin. Í kaupstöðunum er lítið hægt að nota
þau. Þar eru þau bundin við skólanám á vetrum þegar þau
fara að eldast og meðgjöfin, þótt hún sé orðin talsvert há, er þó
ekkert upp í fæði þeirra og föt og allar þarfir.89
Vissulega gátu foreldrar oft nýtt sér vinnuafl barna í kaupstöð-
um. Þannig má finna dæmi um að foreldrar og forráðamenn barna
sæktu um undanþágu frá skólavist fyrir börnin vegna þess að þau
hefðu fengið svo góða vinnu og að það væri nauðsyn fyrir afkomu
N J Ö R Ð U R S I G U R Ð S S O N88
85 Bskj. Ársskýrslur barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1932–1968. Prentað efni.
Skýrsla barnaverndarnefndar 1940–1942, bls. 13.
86 Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur. II, bls. 131, 133.
87 Jónína Michaelsdóttir, Mér leggst eitthvað til, bls. 52.
88 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, „Um fjölskyldusögurannsóknir“, bls. 36–37.
89 Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „Bæjarstjórnarkosningar“, bls. 90.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 88