Saga - 2004, Blaðsíða 227
fjölrits var meðal grunnheimilda bókarinnar Hagskinna (Reykjavík, 1997),
sbr. töflur 12.13 og 12.14 í þeirri bók (bls. 622–627).
Næsta skref í rannsóknarvinnu þessari vann Magnús skömmu eftir
1985, m.a. með styrk úr Vísindasjóði, og voru niðurstöður kynntar á Nor-
rænu sagnfræðingaþingi í Reykjavík 1987. „Vinnan fólst að efni til einkum
í framhaldsathugunum á dagsverkalaunum“ (bls. 18). Rannsókn þessi birt-
ist sem fyrri hluti greinar um „Levnadsstandarden på Island 1750–1914“ í
ritinu Levestandarden i Norden 1750–1914 (Reykjavík 1987). Þetta var hluti
samnorrænnar rannsóknar um lífskjaraþróun á Norðurlöndum á um-
ræddu tímabili.
Magnús lýsir næsta skrefi svo: „Í þriðja áfanga, sem tók lengstan tíma,
var verkefnið breikkað til hins ítrasta með því að færa rannsóknina til allra
landaurategunda og allra ára sem árlegar verðlagsskrár voru birtar, alls 43
tegunda (í stað 13 áður), auk upplýsinga um opinber meðaltöl landaura-
flokkanna sex og ‚meðalverð allra meðalverða‘ í hverju umdæmi“ (bls.
18–19). Ógerlegt var „að birta allt grunnefni og samantektir í prentaðri út-
gáfu einni“, því er hafinn undirbúningur þess „að gera öllum áhugasöm-
um kleift að nálgast öll gögn í rafrænu formi …“ (bls. 19). Enda er það svo
að þrátt fyrir allar talnaupplýsingar bókarinnar vantar augljóslega margt í
hana sem höfundur hefur rannsakað. Einkum er umfjöllun bókarinnar á
mismun verðlags milli landshluta í meira lagi stuttaraleg (4. kafli, bls.
64–70). Þetta er fremur bagalegt þar sem rannsóknirnar á mismunandi
verðlagi í hinum ýmsu héruðum landsins eru mjög athyglisverðar.
Sé litið á helstu efnisatriði bókarinnar, þá er í 2. kafla gerð grein fyrir
forsendum og skipulagningu verðskráa. Í 3. kafla er fjallað um verðlags-
þróun, m.a. með samanburði við útlönd. Í 4. kafla er, eins og áður er getið,
rætt um mismun landaura eftir héruðum. Fimmti kafli snýst aðallega um
verðþróun einstakra vörutegunda í verðlagsskránum, satt að segja er um-
fjöllunin þar um þróun verðhlutfalla á einstökum vörum engan veginn
stuttorð. Góð myndrit eru þar um sögu hlutfallsverðs áa við kýr, við vetur-
gamla sauði, við hvíta ull og við tólg; enn fremur er rakin verðsagan ær 2–6
vetra/ær geldar; ær mylkar/ær geldar; ær 2–6 vetra/ær mylkar; hlutfalls-
verðbreyting sauða er rakin í myndum af engu minni list; þróun verðhlut-
falls alls kyns tóvöru og skinna fær og ítarlega umfjöllun. Í 6. kafla er að
finna prýðilega umfjöllun um afstöðu alþingismanna 19. aldar til verðlags-
skránna og verður fjallað betur um það síðar.
Hvaða heimildir eru það sem krefjast jafn viðamikillar úrvinnslu og
fram kemur í þessari bók Magnúsar? Verðlagsskrár voru gerðar árlega
1818–1962 þar sem metnar voru í verði (ríkisdölum, krónum) flestar vörur
sem tengdust íslenskri framleiðslu og var þá miðað við landbúnaðarhætti á
19. öld og jafnvel á fyrri öldum. Þær voru beint framhald Búalaga, sem
voru verðlagsviðmið í íslenskum innanlandsviðskiptum allt frá hámiðöld-
um fram á 20. öld. Þær voru nokkurs konar tímabundið þróunarstig milli
R I T D Ó M A R 227
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 227