Saga - 2004, Blaðsíða 117
vörn brjóstagjöf getur talist ef þessum skilyrðum er ekki fylgt, eða
eftir að fyrstu sex mánuðum sleppir, eru vísindamenn hins vegar
ekki sammála. Því hefur þó verið haldið fram að prólaktín haldi
áfram að hafa áhrif á frjósemi eftir að blæðingar byrja aftur hjá kon-
um, þannig að þótt egglos verði nái gulbú ekki þeim þroska sem
nauðsynlegur er til þess að getnaður geti orðið. Í ljósi þess að í grein
Móniku er vísað til hátternis spendýra má benda á að lengd ófrjós
tímabils hjá kúm lengist mjög gangi kálfar undir kúnum.61
Það er ekki tilviljun að því hefur verið haldið fram að langvar-
andi brjóstagjöf sé öflugasta getnaðarvörn nútímans í veröld þar
sem aðeins lítið brot af konum heimsins eiga aðgang að nútímaleg-
um getnaðarvörnum.62 Það fer heldur ekki á milli mála að brjósta-
gjöf hafði áhrif á bil milli barnsfæðinga í samfélögum fortíðar. Í
samfélögum þar sem börn voru ýmist alls ekki lögð á brjóst eða
voru höfð á brjósti í mjög skamman tíma var bil á milli fæðinga
mun styttra en þar sem brjóstagjöf var almenn.63 Í viðamiklu al-
þjóðlegu verkefni um frjósemi, sem unnið var að á níunda áratug
20. aldar,64 var því haldið fram að frjósemi meðal Hutterita (Ana-
baptista) í Bandaríkjunum um 1920 gæti talist náttúruleg og aldurs-
bundin fæðingartíðni hjá þeim var notuð sem viðmið þegar lagt
var mat á viðleitni til þess að takmarka barneignir í öðrum samfé-
lögum. Brjóstagjöf meðal Hutterita var afar skammvinn og engar
getnaðarvarnir voru notaðar. Bil milli fæðinga var því stutt. Af
þessum sökum hefur verið litið svo á að meðal Hutterita hafi frjó-
semi verið eins há og mögulegt er í mannlegu samfélagi. Mismunur
L J Ó S M Æ Ð U R, B R J Ó S TA M J Ó L K O G H R E I N L Æ T I 117
22 o.fl., „Using Complete Breastfeeding and Lactational Amenorrhoea as Birth
Spacing Methods“, bls. 253–257.
61 Um lengd ófrjósemisskeiðs og brjóstagjöf meðal manna í samanburði við
spendýr, sjá: Alan McNeilly, „Lactational Control of Reproduction“, bls.
583–590.
62 Alan McNeilly, „Lactation and Fertility“, bls. 296.
63 John Knodel og Etienne van de Walle, „Breast Feeding, Fertility and Infant
Mortality: An Analysis of some Early German Data“, bls. 109–131. — Jean-
Louis Flandrin, Familles: parenté, maison, sexualité dans l’alcienne societé. — Ulla-
Britt Lithell, Breast-Feeding and Reproduction. Studies in Marital Fertility and In-
fant Mortality in 19th Century Finland and Sweden. — Ulla-Britt Lithell,
„Childcare — A Mirror of Women’s Living Conditions. A Community Study
Representing 18th and 19th Century Ostrobotnia in Finland“, bls. 91–108. —
Simon Szreter, Fertility, Class and Gender in Britain, 1860–1940, 8. kafli.
64 Niðurstöður þessara rannsókna voru birtar í greinasafninu Ansley J. Coale og
Roy Treadway (ritstj.) The Decline of Fertility in Europe.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 117