Saga - 2004, Blaðsíða 49
að koma á framfæri mótmælum við ríkisstjórnina og embættis-
menn.88
Í maí 1941 tóku Bretar að nota aðalflugbraut vallarins (N/S-
braut) og 4. júní var völlurinn formlega tekinn í notkun þótt enn
væri mikið verk óunnið.89 Hinn 19. júní sendi P. W. Bliss yfirverk-
fræðingur Geir G. Zoëga vegamálastjóra bréf, merkt „Secret“,
ásamt uppdrætti af nýrri áætlun um flugvallargerðina. Bretar ætl-
uðu að leggja fjórar flugbrautir og á uppdráttinn voru auðkennd á
annan tug íbúðarhúsa, nær öll við Reykjavíkurveg á Skildinganesi,
sem Bliss sagði nauðsynlegt að rífa eða færa. Uppdrátturinn sýndi
einnig svæði umhverfis völlinn sem almenningi var óheimill að-
gangur að en eigendur ræktaðs lands innan svæðisins máttu fara
inn á lönd sín með því að sýna þar til gerð skilríki. Bliss tók enn
fremur fram að herskálahverfi yrðu reist við rætur Öskjuhlíðar þar
sem til stóð að gera íþróttavelli.90
Geir og Bliss hittust til að fara yfir þessa nýju stöðu mála ásamt
Valgeiri Björnssyni, Primrose, yfirmanni breska flugliðsins á Ís-
landi, og fleirum. Á fundinum kom fram að þessi síðasta stækkun
hefði komið bæjaryfirvöldum „algerlega á óvart“ enda væri hún
„ekki í samræmi við þær upplýsingar, sem gefnar hafa verið af
brezku hernaðaryfirvöldunum.“ Bretarnir svöruðu því til að eftir-
leiðis kynnu að verða „minniháttar breytingar“ á vellinum, svo sem
lenging flugbrauta. Geir og Valgeir skildu þá svo „að alls engar
meiriháttar breytingar mundu úr því verða gerðar á stærð flug-
vallarsvæðisins.“91
Bæjarráð lýsti sig andvígt þessum fyrirætlunum og ætlaði ekki
að útvega hernum meira land en 70,63 hektara, enda leit ráðið svo
á að með þeim væri herinn ekki að bæta við sig svæði í þágu flug-
vallarins heldur annarra hernaðarþarfa.92 Íþróttasamband Íslands
og íþróttanefnd ríkisins mótmæltu harðlega yfirtökunni á íþrótta-
R E Y K J AV Í K U R F L U G V Ö L L U R 49
88 BsR. Aðfnr. 3398. Bjarni Benediktsson til Geirs G. Zoëga, 23. maí 1941 (afrit).
Aðfnr. 7357. Bjarni Benediktsson til Stefáns Jóhanns Stefánssonar, 27. maí
1941 (afrit).
89 Eggert Norðdahl, Flugsaga Íslands 1919–1945 I, bls. 159, 161, 174.
90 BsR. Aðfnr. 3636. P.W. Bliss til Geirs G. Zoëga, 19. júní 1941 (afrit). Bretar
lögðu fjórar flugbrautir en ein þeirra, A/V-brautin, var lítið sem ekkert not-
uð. Umrætt bannsvæði náði frá Hringbraut að Skerjafirði og frá Öskjuhlíð að
Skildinganesi og Njarðargötu.
91 BsR. Aðfnr. 3636. Handskrifuð og óundirrituð skýrsla, 19. júní 1941.
92 BsR. Aðfnr. 3398. Bjarni Benediktsson til Geirs G. Zoëga, 28. júní 1941 (afrit).
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 49