Saga - 2004, Blaðsíða 233
ýmsum persónulegum skrifum vesturfaranna, einkum dagbókum og
Ameríkubréfum, hafa veitt innsýn í einkahagi fólksins og ástæður þær sem
það gaf fyrir brottflutningnum, aðstæður þess í nýja landinu og aðlögun að
nýju þjóðfélagi, hvernig það bjó sér heimili í öðru landi og festi þar rætur. Í
því sambandi þarf að athuga hvaða áhrif fjölskyldu-, ættar- og vinatengsl
höfðu á að menn bjuggust brott og hvernig gömul félagsleg tengsl manna
héldust eða rofnuðu við flutningana og ný mynduðust. Rit þeirra Helga
Skúla og Steinþórs gæti raunar orðið grunnur að endurskoðun á tölfræði
þeirra og leitt til nýrra rannsókna í félagssögu tímabilsins og á heimsmynd
Íslendinga og hugarfari.
Það sýnir hins vegar áhugaleysi Íslendinga um vesturfarasöguna og
fólks af íslenskum ættum vestanhafs um sögu sína hversu fáir hafa stund-
að rannsóknir á þessu sviði undanfarin ár og hversu fáar rannsóknir hafa
birst. Enda er vesturfarasagan orðin að mýtu sem margir vilja ekki láta
hrófla við eða þora ekki að hrófla við, annað verði litið á sem skammir, eins
og séra Magnús Jónsson vék þegar að árið 1916 í formála bókar sinnar Vest-
an um haf. Á áttunda áratug 20. aldar sýndu Júníus H. Kristinsson og Helgi
Skúli Kjartansson gott fordæmi með vali sínu á vesturfarasögunni sem við-
fangsefni rannsókna og með fræðilegum tökum á henni. Of fáir hafa enn
fylgt fordæmi þeirra. Það er framtíðarverkefni að efla svo rannsóknir á
sviðum Vesturheimsferða frá Íslandi að rannsóknir þeirra úreldist.
Úlfar Bragason
Gísli Pálsson, FRÆGÐ OG FIRNINDI. ÆVI VILHJÁLMS STEFÁNS-
SONAR. Mál og menning. Reykjavík 2003. 416 bls. Æviskrá, tilvísana-
skrá, heimildaskrá, korta- og myndaskrá, mannanafnaskrá, staðar-
nafnaskrá.
Menningarleg togstreita norðurs og suðurs er rauður þráður í verki Gísla
Pálssonar um ævi Vilhjálms Stefánssonar. Ritið er fræðileg ævisaga þar sem
meðal annars er beitt sjónarhorni sögulegrar mannfræði í anda nýlegra
rannsókna á samskiptasögu vestrænna karlmanna, fulltrúa nýlenduvalds-
ins á vettvangi, og íbúa nýlendna, einkum kvenna. Rannsóknir þessar hafa
einkum beinst að nýlendunum í suðri þar sem meðal annars er litið á kyn-
þáttahyggju sem mikilvægan þátt í því hvernig saga kyngervis þróaðist á
nýlendutímanum á Vesturlöndum. Nægir hér að nefna verk bandarísku
fræðikonunnar Ann Laura Stoler, sem Gísli nýtir sér (sjá t.d. bls. 99–100), en
hún hefur meðal annars fengist við að setja Evrópumiðaðar kenningar
Foucaults um vald og kynferði í empírískt samhengi við samskiptasögu
Evrópu og nýlendna í Suðaustur-Asíu. Segja má að Stoler hafi snúið
Foucault á haus, því þar sem hann fjallar um sköpunarsögu nútímans á for-
R I T D Ó M A R 233
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 233