Saga - 2004, Blaðsíða 249
arinnar (bls. 40–41 og 66) en Helgi Skúli heldur því fram að pólitík og um-
hyggja fyrir sveitafólki hafi ráðið mestu um mannaráðningar hreyfingar-
innar en getur engra dæma eða heimilda um að svo hafi verið. Eins er um-
fjöllunin um pólitíska tengingu forystumanna hreyfingarinnar sama marki
brennd (bls. 66–67 o.v.). Hér er því ekki haldið fram að hann fari með rangt
mál, heldur að öldungis ómögulegt sé að sannprófa kenningar hans.
Helgi Skúli gefur í upphafi fyrirheit um að fjalla um það „… hvernig
fyrirbærin breytast og þróast: kristindómurinn, sósíalisminn — jafnvel ást-
in: allt birtist það í ólíkum myndum eftir stað og stundu. Fjölskylda, heim-
ili, stríð, iðnaður: þjóðfélagsvísindin vilja kannski slá um slík hugtök lok-
aða kassa fastra skilgreininga, sem við í sögunni tökum svo mið af eftir
hentugleikum. Jafnframt lögum við okkur að hugtakanotkun hvers tíma,
en förum líka, og ekki síst, eftir ætterni fyrirbæranna, þ.e. hinu sögulega
samhengi“ (bls. 14). Af þessum texta verður ekki annað skilið en að Helgi
Skúli ætli sér að skýra fyrirbærið samvinnuhreyfing í ljósi samtímans á
hverjum tíma, og forðast að horfa til baka af hægum sessi sagnfræðingsins
auk þess að setja þróun hennar í sögulegt samhengi. Að sumu leyti nær
hann að lýsa þróun hreyfingarinnar með breyttum tímum en nokkuð skort-
ir á að hann komi með skýringar á risi og hnignun hreyfingarinnar. Í svo
stuttum fyrirlestrum sem um ræðir er ekki gerlegt að uppfylla þessar vænt-
ingar, til þess þarf mun meiri tíma og agaðra form en fyrirlestrarnir eru —
bíður sú saga enn ritunar.
Helgi Skúli skilgreinir í upphafi hvað falli undir hugtakið samvinnu-
hreyfing og kemst að þeirri niðurstöðu að fyrst og fremst sé um að ræða
það sem hann kallar Sambandskaupfélögin og hefst þá saga þeirrar hreyf-
ingar við stofnun Kaupfélags Þingeyinga árið 1882 og lýkur að mestu við
endalok Sambandsins (bls. 15–16). Virðast allir fyrirlesararnir skilja þetta
sama skilningi. Þessi skilgreining er hins vegar ekki föst í hendi og hann
getur stundum þeirra samvinnufélaga sem stóðu utan Sambandsins, Kaup-
félagsins Þórs á Hellu og Sláturfélags Suðurlands o.fl. Enda er vandséð að
réttlætanlegt sé að afmarka samvinnuhreyfinguna við tiltekin samvinnufélög
sem aðild áttu að þeirri fyrirtækjablokk sem kallaðist Samband íslenskra
samvinnufélaga. Með því er hreyfingin smættuð og verður fyrst og fremst
fyrirtækjasaga en ekki saga félagsmálahreyfingar sem meðal annarra verk-
efna rak fyrirtæki.
En hér er komið að kjarna málsins: Hinu tvískipta eðli samvinnu-
hreyfingarinnar sem Helgi Skúli kemur mörgum sinnum inn á í lestrun-
um en verður honum þó ekki tilefni til að greina þær andstæður sem
þetta fól í sér. Hann telur að núorðið virðist „samvinnan … eiga sér þá
einu lífsvon í samkeppninni að laga sig nákvæmlega að eðli og háttum
einkaframtaksins“ (bls. 73). Þar með er samvinnan ekki lengur hugsjón
heldur eingöngu rekstrarform á fyrirtæki. Jónas Guðmundsson gerir
þetta einnig að umtalsefni (bls. 95, 97–98) og varpar fram þeirri spurningu
R I T D Ó M A R 249
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 249