Saga - 2004, Blaðsíða 214
Clervaux. Þetta leiðréttir Hannes, sbr. einnig Hallberg, Vefarinn mikli
I, bls. 153, en treystir frásögn Solveigar að öðru leyti og fellir í bók
sína (bls. 255). Að vísu sleppir hann bræðrum Solveigar sem hún
nefnir en hvorugur var fæddur í janúar 1924.55 Hins vegar heldur
hann frænkunum og rúmum þeirra í kamersinu sem heitir risher-
bergi hjá Hannesi. Þá hefur hann rannsakað húsnúmerið og bætir
því við: Samsøgade 8. Hann gætir þess hins vegar ekki að á þeim
tíma sem um ræðir átti Jón Helgason alls ekki heima á Samsøgade,
hafi hann nokkurn tímann átt heima þar, heldur á Manøgade 9.56
Eftir að hafa gjörnýtt minningabækur Halldórs fellir Hannes rit-
gerðir hans inn í bók sína í nokkurn veginn réttri tímaröð þeirra at-
burða sem þær segja frá.57 Einnig tekur hann lýsingar úr óbirtum
bréfum Halldórs til Erlends Guðmundssonar í bréfasafni Erlends á
Landsbókasafni og er kaflinn um Sikileyjardvölina sumarið 1925 að
mestu leyti búinn til úr þeim (bls. 315–344). Allt þetta setur Hannes
fram sem sinn eigin texta. Þegar hann vísar til heimildar er það um
eina setningu sem þá er auðkennd innan gæsalappa, sbr. aðferð end-
ursagnarritstuldarins. Til sumra textanna vitnar hann alls ekki og
H E L G A K R E S S214
55 Reyndar var aðeins annar bróðirinn fæddur vorið 1926 svo að frásögn Sol-
veigar stenst heldur ekki sem heimild um heimilisfólk þann tíma.
56 Þetta má m.a. sjá af utanáskrift á póstkorti sem Halldór sendi Jóni frá London
26. janúar 1924, sama dag og hann leggur af stað þaðan til Kaupmannahafn-
ar, en það er svar við bréfi frá Jóni sem Halldór hafði fengið um morguninn
ásamt peningastyrk til ferðarinnar. Bréfasafn Jóns Helgasonar, Lbs. án safn-
marks.
57 Af helstu ritgerðum Halldórs sem Hannes fellir inn í bók sína má nefna í þeirri
röð sem þær birtast í Halldóri: Á bls. 197–198: „Þjóðerni“ (Alþýðubókin, 1929);
á bls. 204 og 211–212: „Um ilm og ljóma. (Minning jólanætur í klaustri)“ (Al-
þýðublaðið 24. desember 1924); á bls. 219–221: Dagar hjá múnkum (1987); á bls.
242–244: „Við Nonni“ (Reisubókarkorn, 1950); á bls. 253–255: „Heiðin jól og
kristin“ (Vettvángur dagsins, 1941); á bls. 290–291: „Af íslensku menníngar-
ástandi“ (Af menníngarástandi, 1986); á bls. 315–319: „Frá Sikiley“, Morgunblað-
ið 29. júlí 1925; á bls. 318–319; „Taormina“ (Og árin líða, 1984); á bls. 320–323:
„Hverjir kostuðu Vefarann“ og „Misogynie Vefarans“ (Skáldatími, 1963); á bls.
361–365: „Dagleið á fjöllum“ og „Skammdegisnótt í Jökuldalsheiðinni“ (Dag-
leið á fjöllum, 1937); á bls. 434–435: „Inngangur að rannsókn á orsökum glæpa“
(Alþýðubókin, 1929); á bls. 446–447: „Óinnblásinn ræðumaður“ (Skáldatími,
1963); á bls. 460–462: „Hjá frægum miðli“ (Dagleið á fjöllum, 1937); á bls.
471–474: „Hjá Krishnamurti í Ojai-dalnum“ (Dagleið á fjöllum, 1937); á bls.
560–562: „Sonur Guðmundar heitins í apótekinu og aðrir menn“ (Skáldatími,
1963).
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 214