Saga - 2004, Blaðsíða 236
Þótt tengsl Vilhjálms við þessar konur séu út af fyrir sig áhugaverð fá
þau dýpri merkingu í samhengi greiningarinnar á hinum aðskildu heimum
og gagnvirkum tengslum þeirra í milli. Í „siðmenningunni“ hafði vegsemd
hins mikla landkönnuðar og mannfræðings merkingu en á norðurslóðum
var Vilhjálmur kannski framar öðru framlenging á nýlenduvaldi vestræns
ríkis. Í verkum Vilhjálms lýsir hann ítarlega einkahögum sínum á norður-
slóðum en getur þó ekki barnsmóður sinnar sem slíkrar. Til hennar vísar
hann sem saumakonu, sem ásamt fleiri heimamönnum aðstoðuðu hann við
rannsóknir. Eftir að Vilhjálmur hvarf af vettvangi sleit hann alfarið per-
sónulegum tengslum við fjölskyldu sína á norðurslóðum og leyndi tilvist
hennar eins og áður segir fyrir vinum og vandamönnum, sem og öðrum í
aðskildri veröld suðursins.
Þessum þætti í sögu Vilhjálms fylgir Gísli eftir, en einn athyglisverðasti
kafli bókarinnar byggist á viðtölum Gísla við barnabörn Vilhjálms sem búa
í Inuvik við óshólma Mackenzie-fljótsins í Norðvestur Kanada. Ímynd Vil-
hjálms meðal afkomenda hans litast auðvitað af því að Vilhjálmur yfirgaf
fjölskyldu sína þegar sonur hans var átta ára og hélt á vit frægðar og frama
í Bandaríkjunum. Engu að síður setja viðhorf barnabarnanna sögu Vil-
hjálms í áhugavert samhengi þar sem togstreita í samskiptum norðursins
og „siðmenningarinnar“ ríkir. Þetta kemur ekki síst fram í frásögnum af
lífshlaupi Alex, sonar Vilhjálms, og eiginkonu hans, Mabel, og samfélags-
legri stöðu hans sem „kynblendings“.
Íslandstengsl Vilhjálms eru sérstakt áhugaefni Gísla í bókinni og kannski
er þessum tengslum sérstakur gaumur gefinn af því að bókin er skrifuð
með íslenska lesendur í huga. Útlistun á ætt Vilhjálms á Íslandi sem áður er
nefnd er dæmi um þetta. Bent er á að þekking Vilhjálms á íslenskum heim-
ildum er vörðuðu Grænland hafi ráðið nokkru um að hann kom sér á fram-
færi sem sérfræðingur í málefnum norðurslóða. Leit hans og frægur „fund-
ur“ á „bláeygum eskimóum“ á Viktoríueyju er sömuleiðis gerður að um-
talsefni út frá þeim forsendum að Vilhjálmur hafði sérstakan áhuga á af-
drifum norrænu byggðarinnar á Grænlandi. Þá er gerð nokkur grein fyrir
ferðum Vilhjálms til Íslands, fyrst á vegum Peabody-safnsins til þess að
grafa upp forn mannabein á Mýrum, við litlar undirtektir heimamanna, og
svo síðari heimsóknir þar sem Íslendingar hömpuðu honum sem þjóðhetju.
Í þessu sambandi er ekki síst áhugaverð úttekt Gísla á stöðu Vilhjálms í
táknheimi Íslendinga, en heimsfrægð Vilhjálms sem landkönnuðar gerði
hann umsvifalaust að „landa vorum“. Eins og Gísli rekur héldu Íslending-
ar Vilhjálmi veislur þegar hann kom til landsins (eftir að hann varð frægur)
og í próf-forsetakosningum Vikunnar í ársbyrjun 1940 hlaut Vilhjálmur flest
atkvæði meðal lesenda blaðsins (bls. 248).
Um ævi Vilhjálms hefur verið skrifað áður, en rit Gísla setur sögu hans
í nýtt samhengi, bæði með því að Gísli lítur á manninn og tengsl hans við
norðurslóðir frá mannfræðilegu sjónarhorni, en jafnframt með því að flétta
R I T D Ó M A R236
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 236