Saga - 2004, Blaðsíða 202
Hannes misles og skrifar „Bogy“. Þá er það dæmigert fyrir leiðrétt-
ingar Hannesar á málfari að hann breytir „tukthúsi“ í „fangelsi“.31
Að öðru leyti víkur hann ekki frá texta Ólafs. Þetta má m.a. sjá af
orðinu „frostkaldur“ sem er frá Ólafi komið og er ekki í sögunni. Þar
er Hjálmar líka orðinn prófessor áður en hann hendir út hundinum
en af endursögn Ólafs má skilja að hann hafi orðið það síðar. Sú er
einnig atburðarásin hjá Hannesi.32
Þrátt fyrir þessa miklu notkun á bók Ólafs, og það mun meiri en
hér hefur verið gerð grein fyrir, er hennar ekki getið í eftirmála með-
al þeirra rita sem Hannes segist á bls. 619 hafa reynt „að hagnýta“ sér.
Ómælt gagn
Í eftirmála bókar sinnar segir Hannes að hann vitni í skáldverk Hall-
dórs „í síðustu útgáfu, sem hann bjó sjálfur til prentunar“ (bls. 619).
Þetta á þó ekki við þar sem hann tekur texta frá Hallberg sem vitn-
ar ávallt í fyrstu útgáfu verkanna. Þetta misræmi kemur greinilega í
ljós í umfjöllun Hannesar um smásagnasafnið Nokkrar sögur sem öll
er frá Hallberg komin, án þess að hans sé þar nokkurs staðar getið.
Þannig er bóndasonurinn í endursögn Hannesar á sögunni „Júdith
Lhoff“ á bls. 196 enn í Rangárvallasýslunni eins og hjá Hallberg (Vef-
arinn mikli I, bls. 49–52) en ekki í Borgarfirðinum eins og í annarri og
endurskoðaðri útgáfu sögunnar í Þáttum (Reykjavík, 1954).33
Umfjöllun Hannesar um „Kálfkotungaþátt“ þræðir texta Hall-
bergs frá upphafi til enda og byrjar á svo til orðréttum efnisútdrætti:
H E L G A K R E S S202
31 Um þessa tilhneigingu í textabreytingum Hannesar, „tilviks-íslenskuna“, sjá:
Helga Kress, „Meðal annarra orða. Fyrri hluti“, bls. 195–197.
32 Einnig má benda á að Ólafur ritar broddstaf á undan -ng í „þúngur“ og
„þángað“ sem ekki er í frumtexta. Þannig eru orðin líka rituð hjá Hannesi.
33 Í fyrstu útgáfu sögunnar heitir hún „Júdith Lhoff“ og þannig er titillinn einn-
ig hjá Hallberg. Þessu breytir Hannes samkvæmt síðari útgáfu í „Júdít Lvoff“
þótt hann að öðru leyti fylgi sömu útgáfu og Hallberg. Í þessu er þó ekkert
samræmi, því að á öðrum stað kallar hann sögu „Kvæði“ eins og hún heitir í
fyrstu útgáfu og nefnir ekki að í síðari útgáfum heitir hún „Jólakvæði“.
Texti Hallbergs
Þórður í Kálfakoti og kona hans
heyja harða baráttu til að framfleyta
stórum og sívaxandi barnahóp. […] Að
vetrinum hnipra börnin sig í hnapp um-
hverfis hlóðin, „hungruð og úrill, ber-
fætt og lasin“ (9). (Vefarinn mikli I, bls. 34)
Texti Hannesar
Þórður í Kálfakoti og kona hans heyja
harða baráttu til að framfleyta stórum og
sívaxandi barnahóp. Að vetrarlagi
hnipra börnin sig saman umhverfis
hlóðirnar, hungruð og úrill, berfætt og
lasin. (Bls. 143)
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 202