Saga - 2004, Blaðsíða 121
heimili jókst hlutfallslega og meira var um niðursetninga á vinnu-
færum aldri á heimilum en áður þekktist á 19. öldinni.76 Ég færi fyr-
ir því rök að á þessu tímabili hafi skapast aðstæður sem gerðu það
að verkum að mæður höfðu meiri tíma til að sinna litlum börnum,
einfaldlega vegna þess að það voru fleiri hendur sem gátu unnið
önnur verk á bænum. Eins og fram kemur hér að ofan sjást þess
ýmis merki að brjóstagjöf hafi orðið almennari á þessum tíma en
áður var. Þetta kemur ekki hvað síst fram í því að úr nýburadauða
dró. Rök mín fyrir því að heimilisstærð gæti hafa haft áhrif á lífslík-
ur barna byggjast ekki á rannsóknum, heldur á tilgátum. Það bíður
betri tíma að sannreyna þær. Íslenskar mannfjöldaheimildir eru
afar ríkulegar og bjóða upp á slíkar rannsóknir. Í þessu sambandi
má nefna að nýlegar rannsóknir benda einmitt til þess að samsetn-
ing heimila og fjölskyldugerð, svo og aldur og kynferði eldri systk-
ina, hafi haft veruleg áhrif á lífslíkur ungbarna.77
Heimildanotkun og aðferðir
Hér hefur allmiklu rúmi verið varið í að ræða um heimildir og
áreiðanleika þeirra. Þetta geri ég vegna þeirrar hörðu gagnrýni sem
Jón Ólafur beindi að meðferð minni á heimildum. Staðhæfingar
hans eru reyndar með ólíkindum. Hann heldur því m.a. fram að ég
styðjist ekki við frumheimildir í 3. kafla bókarinnar þar sem ég fjalla
um ungbarnadauða í Vestmannaeyjum. Það blasir við hverjum sem
les kaflann að við rannsóknir á þessu efni voru notaðar frumheim-
ildir bæði úr dönskum og íslenskum skjalasöfnum, fyrst og fremst
skýrslur þeirra lækna sem dvöldu í Vestmannaeyjum á fyrri hluta
19. aldar. Einnig bjó ég til gagnagrunn úr kirkjubókum Vestmanna-
eyja sem hefur að geyma upplýsingar um allar fæðingar og dauðs-
föll barna undir eins árs aldri á tímabilinu 1816–1863, þar með tald-
ar upplýsingar um starf og þjóðerni foreldra, svo og dánarmein
þeirra barna sem dóu fyrir eins árs aldur. Þá gagnrýnir Jón Ólafur
L J Ó S M Æ Ð U R, B R J Ó S TA M J Ó L K O G H R E I N L Æ T I 121
76 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Family and Household in Iceland 1801–1930. Studies
in the Relationship between Demographic and Socio-Economic Development, Social
Legislation and Family and Household Structures, 3. kafli.
77 Renzo Derosas, „Appesi a un filo. I bambini veneziani davanti alla morte
(1850–1900)“, bls. 39–54. — Hdr. Renzo Derosas, Bad Brothers, Good Sisters:
Infant Neglect and Childcare in Nineteenth-Century Venice, erindi haldið á
European Social Science History Conference í Haag 27. febr.–2. mars 2002.
78 Jón Ólafur Ísberg, [Ritdómur um Saving the Child], bls. 218.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 121