Saga - 2004, Blaðsíða 208
Svipuð er umfjöllun Hannesar um kvikmyndahandrit að „Sölku
Völku“ og er þar hvergi vitnað til heimilda. Eftirfarandi framsetning
gefur til kynna að farið sé eftir frumtexta, þ.e. handritinu sjálfu, sem
samanburður við texta Hallbergs sýnir þó að ekki stenst:
Í lok umræðu sinnar um kvikmyndahandritið að „Sölku Völku“
(sem hann kallar „uppkastið“) ber Hallberg það vandlega saman við
skáldsöguna Sölku Völku (sbr. bls. 59–61). Þessa rannsóknavinnu
Hallbergs eignar Hannes sér og fellir niðurstöður hennar inn í bók
sína sem eigin athugun:
Hér hnikar Hannes til orðalagi um klæðaburð Sölku Völku og lætur
hana ganga „um á buxum“ í stað þess að ganga „í buxum“ eins og
hún gerir hjá Hallberg.
Umfjöllun Hannesar um skáldsöguna Sölku Völku felst í textabút-
um héðan og þaðan úr bók Hallbergs, Hús skáldsins I. Sjálfur hefur
Hannes lítið sem ekkert um söguna að segja, enda hefur hann ekki
grundvallarhugtök bókmenntafræðinnar á valdi sínu. Einkum eru
H E L G A K R E S S208
Texti Hallbergs
Ofsahrædd hleypur hún niður að
ströndinni, stekkur um borð í lítinn bát,
ýtir frá landi og hverfur út í brimgnýinn.
„Here the story culminates“, segir í
svigagrein. (Hús skáldsins I, bls. 58)
Texti Hannesar
Salka Valka hleypur niður að strönd,
stekkur um borð í lítinn bát, ýtir frá landi
og hverfur út í brimið. „Here the story
culminates“ (Hér nær sagan risi), segir í
handritinu. (Bls. 418)44
Texti Hallbergs
[…] uppkastið leggur meiri áherzlu á hið
myndræna í umhverfinu. Umhverfis- og
atburðalýsingar eru gerðar stórkostlegri
en í skáldsögunni: hið sífellda hafrót,
hríðin, hestarnir og íslenzka svipan,
glíman. Þátturinn af samsæri áhafnar-
innar um að taka Sölku Völku með valdi
er mjög grófur […].
[…] En það er lögð miklu meiri
áherzla á karlmannseinkenni hennar í
uppkastinu. Þar gengur hún ekki aðeins
í buxum, heldur reykir hún einnig pípu.
(Hús skáldsins I, bls. 59)
Texti Hannesar
Í handritinu er allt það, sem er mynd-
rænt, dregið sérstaklega fram og gert
stórkostlegt, sífellt hafrót, hríð, hestar,
glíma, íslensk svipa, tilraun til fjölda-
nauðgunar. Atburðarásin er einfaldari
og grófari. Salka Valka er karlmannlegri,
gengur ekki aðeins um á buxum, heldur
reykir líka pípu […]. (Bls. 418)
44 Á svipaðan hátt segir Hannes frá handritinu „Heiðin“ eins og hann hafi það
fyrir framan sig (bls. 476–479). Nákvæm lýsing hans á útliti þess, efni, bak-
grunni og samanburði við önnur verk, er þó tekin úr grein Peters Hallberg,
„Heiðin“ (sbr. nmgr. 11 hér að framan). Á einum stað vísar Hannes í þessa
grein um setningu sem hann hefur innan gæsalappa. Allt annað bæði á und-
an og eftir er sett fram eins og hans eigin rannsókn.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 208