Saga - 2004, Blaðsíða 137
mági sínum 29. október 1908, víkur að fylkingum innan Sjálfstæð-
isflokksins eldri og hefur þetta um þær að segja:
Ísafold heldur áfram að hamast gegn kosningu minni (á Seyð-
isfirði) og Björn Jónsson skrifar mér um að leggja niður þing-
mennsku og láta kjósa á ný. Hefir sent mér eftirmynd af einum
seðli, sem tekinn hafi verið gildur, en sé ógildur. Það eitt nóg
til að ónýta kosningu mína. Hún verði vafalaust feld, en leið-
inlegt fyrir mig að verða rekinn heim aftur. Þeim er auðsjáan-
lega meira en lítið í mun að fá mig burt af þingi. Það eru land-
varnarpaurarnir, Bjarni frá Vogi og Haltefanden (Jón Þorkels-
son, Jón Forni), sem hér hamast mest, en siga Birni Jónssyni á
mig, því þeir vita, að ég muni einskis virða, hvað þeir segi. Ég
hef skrifað Birni Jónssyni stíft og sýnt honum fram á, hvernig
hann lætur brúka sig. — Hvað segir þú? Finst þér ástæða til að
láta kjósa aftur? Ertu hræddur við kosninguna? Ég hreyfi mig
ekki fyr en ég heyri frá þér og býst reyndar ekki við að taka
neitt tillit til gaspurs þeirra. Ég veit hvernig í öllu liggur. Þeir
hafa heyrt (það kvað sagt í Reykjavík) að Hannes Hafstein vilji
helzt hafa mig sem eftirmann sinn og eru lafhræddir um að
svo kunni að fara. En nú kvað efst á baugi hjá þeim að gera
Bjarna frá Vogi að ráðherra (þetta er alvara, virkilega), þó sum-
ir Ara (Arnalds), Skúli veikur og hefir auk þess lítinn byr, auk
þess sem landvarnarmenn vilja hann ekki. — Ólafur Halldórs-
son, Þorvaldur Thoroddsen, Bogi (Melsted) og Sigfús Blöndal
allir með minni kandidatúr, — hryllir við að hugsa til sumra
hinna. En ég er í rauninni lafhræddur við að gera tilraunina,
þó ég ætti kost á, þegar við annan eins óþjóðalýð er að eiga,
eins og nú er kominn inn á þingið. Hannes Hafstein kemur nú
hingað í nóvember og fer þá sjálfsagt frá, getur varla annað
vegna stemningar hér, þar sem allir telja þetta sjálfsagt og
óumflýjanlegt.16
Margir virðast hafa verið kallaðir haustið 1908 en aðeins einn framan-
taldra kom til álita þegar þingflokkur uppkastsandstæðinga
greiddi atkvæði um ráðherraefni hinn 24. febrúar 1909, Skúli
Thoroddsen. Aðrir í þeim hópi voru Björn Jónsson, Kristján Jónsson
og Hannes Þorsteinsson. Bjarni Jónsson frá Vogi kom þá ekki til
álita. Hann var skipaður viðskiptaráðunautur rúmlega þremur
mánuðum eftir að Björn Jónsson tók við ráðherradómi. Sú spurning
S Æ T T I F R I Ð R I K V I I I H A N N E S O G VA LT Ý 1908? 137
16 Valtýr Guðmundsson, Aldamót og endurreisn, bls. 298–299.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 137