Saga - 2004, Blaðsíða 234
sendum innra gangverks samfélagsins, tilkomusögu geðveikrahæla, fang-
elsa o.s.frv. beinir Stoler sjónum sínum að þáttum sem eru utanaðkomandi
frá vestrænum sjónarhóli, að gagnvirku sambandi sjálfsins og hins fram-
andi í samhengi nýlendustefnunnar.
Af lestri bókar Gísla um Vilhjálm Stefánsson verður ekki betur séð en
að rakið sé að setja þessar hugmyndir í samhengi við norðurslóðarann-
sóknir, ekki síst rannsóknir á nýlenduvæðingu norðurheimskautsins, síð-
asta stóra flæmisins á jarðarkringlunni sem var vestrænum kortagerðar-
mönnum framandi. Þegar komið var fram á 20. öld gátu vísindin og heims-
valdastefnan ekki látið þessi firnindi norðursins ónumin. Vilhjálmur Stefáns-
son var meðal landkönnuða Norður-Íshafsstrandar Kanada og frumkvöð-
ull í mannfræðirannsóknum á svæðinu, en íbúar þess, inúítar eða eskimóar,
höfðu fyrir aldamótin 1900 margir hverjir haft lítið að segja af evrópskætt-
uðum nágrönnum sínum í suðri og voru í skilningi Vesturlandabúa
„handan siðmenningar“, eins og svo glögglega kemur fram í greiningu
Gísla.
Staðsetja má rannsóknir Gísla á síðustu árum innan þess rannsóknar-
sviðs sem fæst við samskiptasögu nýlenduherra og nýlendubúa, en sú saga
er um leið mótunarsaga Vesturlanda ekki síður en þriðja heimsins. Í þrengri
skilningi er Vilhjálmur Stefánsson viðfang Gísla, einkum dvöl hans á norð-
urslóðum og samtvinnun persónu hans og vísindastarfa, einkalífsins og
heimsfrægðarinnar. Með tilliti til rannsóknarsviðsins beitir Gísli ævisögu-
legri aðferð til að komast nær hinni persónulegu glímu sem mótar sam-
skiptasögu sjálfsins og framandleikans. Með þessari leið komumst við í
nánari snertingu við einstaklinginn sem geranda. Við fáum tilfinningu fyrir
því að það sé á vettvangi mannlegra samskipta sem valdasamhengi vest-
rænna samfélaga og byggða frumbyggja á norðurslóðum hafa mótast.
Þannig er dregin upp mynd af því hvernig tilfinningar og hvatir hafa haft
mótandi áhrif á þróun samskiptanna og þann sögulega veruleika sem nú-
tíminn stendur frammi fyrir.
En Gísli er líka að segja sögu Vilhjálms, eins og við þekkjum úr hefð-
bundnari ævisögum. Í bókinni er því að finna sýnishorn ólíkra nálgana,
annars vegar er boðið upp á greiningu þar sem beitt er sjónarhorni sem of-
arlega er á baugi í sögulegri mannfræði og rannsóknir Gísla eru framlag til,
og hins vegar fylgir bókin ævi Vilhjálms í tímaröð. Þannig er inngangskafla,
þar sem sögusvið bókarinnar er kynnt og Gísli staðsetur sjálfan sig á vett-
vangi og í samræðu við heimildirnar í anda nútímalegrar mannfræði, fylgt
eftir með frásögn í venjulegum ævisögustíl — jafnvel í anda Íslendinga-
bóka þeirra Ara Þorgilssonar og Friðriks Skúlasonar! Þótt Vilhjálmur sé
borinn og barnfæddur vestan hafs er gerð grein fyrir ættboga hans á Ís-
landi, sagðar sögur af forfeðrum hans og -mæðrum, gerð grein fyrir stað-
háttum í Eyjafirði þar sem foreldrar hans hófu búskap og svo ferðalaginu
til Kanada þar sem Vilhjálmur loks fæddist (bls. 35–43). Við fyrstu sýn setja
R I T D Ó M A R234
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 234