Saga - 2004, Blaðsíða 200
viðtali segir Hannes í neðanmálsgrein og vitnar til nákvæmlega
sömu orða. Þetta setur hann fram sem eigin athugun og vísar í frum-
heimild án þess að nefna hvaðan hann hefur hana (bls. 566–567,
nmgr. 5).
Í Morgunblaðinu 7. nóvember 1916 birtist greinin „Gömul klukka“
eftir H. Guðjónsson frá Laxnesi. Um þessa grein fjallar Ólafur Ragn-
arsson í bók sinni og Hannes endursegir umfjöllun hans með sömu
tilvitnunum, m.a. í viðtal sem birtist við Halldór í Morgunblaðinu
1946:
Hannes bætir því við texta Ólafs að greinin hafi verið sú fyrsta sem
Halldór skrifaði undir nafni í blöð. Þessar upplýsingar hefur hann
úr viðtalinu, en þar stendur:
Um þessa klukku skrifaði jeg mína fyrstu grein, segir skáldið.
Hún kom í Morgunblaðinu. Jeg var mjög ungur þá. Greinin hjet
Gamla klukkan, og um skeið æptu jafnaldrar mínir þetta á eft-
ir mjer: „Gamla klukkan“!28
Hér hefur Hannes ekki „sannreynt“ textann, og virðist auk þess hafa
gleymt því sem stendur í bók hans nokkrum blaðsíðum fyrr, en
fyrstu greinar Halldórs undir nafni birtust vorið 1916.29 Í viðtalinu
segir Halldór að jafnaldrarnir hafi kallað á eftir honum „Gamla
klukkan!“ Afbrigðið „Gamla klukka!“ hefur Hannes augljóslega
eftir Ólafi en ekki úr þeirri frumheimild sem hann vitnar til. Þá segir
Halldór ekkert um það í Morgunblaðsviðtalinu að hann hafi haft
„mæðu“ af greininni. Það hefur Hannes frá Ólafi en breytir „mæðu“
í „ama“.
H E L G A K R E S S200
Texti Ólafs
Þess má geta til gamans að í viðtali
við Jens Benediktsson í Morgunblaðinu
4. september 1946 ber þessa grein á
góma og kveðst Halldór hafa haft af
henni nokkra mæðu eftir að hún birtist
því að „um skeið æptu jafnaldrar mínir
þetta á eftir mér: Gamla klukka!“ (Bls.
78)
Texti Hannesar
Þetta var fyrsta greinin, sem Halldór
skrifaði undir nafni í blöð. Hún vakti
nokkra athygli, en varð honum til
óvænts ama. Um skeið æptu jafnaldrar
hans í Reykjavík á eftir honum: „Gamla
klukka!“ (Bls. 68–69)
28 „‘Það er gott að vinna í Gljúfrasteini’. Rabbað við H.K. Laxness um bókment-
ir og utanför“, Morgunblaðið 4. sept. 1946, bls. 2. Undirritað J.Bn. Þar sem Ólaf-
ur Ragnarsson vísar til þessarar heimildar hefur sú villa slæðst í titil að þar
stendur „á Gljúfrasteini“ í stað „í Gljúfrasteini“, sbr. Halldór Laxness — Líf í
skáldskap, bls. 453, nmgr. 4. Þessa villu endurtekur Hannes, sbr. bls. 566,
nmgr. 2.
29 Sbr. nmgr. 26 hér að framan.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 200