Saga - 2004, Blaðsíða 228
gamalla verðhlutfalla, sem höfðu verið óbreyttar í aldanna rás, og vaxandi
áhrifa utanríkisverslunar sem stuðlaði að markaðsverði. Magnús minnir
lesendur á að „[v]erðlagsskránum var öðru fremur ætlað að ákveða verð-
hlutföll þeirra vara og þjónustu, sem opinber gjöld voru greidd með, og að
gert væri ráð fyrir peningum í þessum greiðslum, eða a.m.k. útreikningi í
peningum“ (bls. 16). Skrárnar „áttu upphaflega að gilda einungis fyrir
greiðslur til konungs, embættismanna og opinberra stofnana í landinu“
(bls. 24), hér skipta prestbrauðin auðvitað mestu máli.
En verðlagsskrárnar höfðu að sjálfsögðu áhrif víðar þótt ekki væri það
upphafleg ætlun, t.d. í einkaviðskiptum. Það mál er ekki skoðað frekar í
bókinni. Enn fremur er órannsakað að hve miklu leyti greiðslur til opin-
berra aðila fóru fram í peningum eða í vörum sem metnar höfðu verið til
peninga. Samkvæmt heimildum, sem ekki er að finna í bókinni, bendir allt
til þess að greiðslur í vörum hafi nánast verið reglan. Því er það áleitin
spurning að hve miklu leyti forn verðhlutföll giltu áfram í þessum greiðsl-
um þannig að greiðendur hefðu sér í hag getað breytt vörusamsetningu
greiðslnanna vegna hugsanlegs ósamræmis milli markaðsverðs og opin-
bers verðs. Engin tilraun er gerð í bókinni til að kanna þetta mál. Það verk-
efni bíður frekari rannsókna!
Haldið var áfram að safna upplýsingum um verðlag valinna vöruteg-
unda í ýmsum héruðum landsins allt fram á sjöunda áratug 20. aldar. Við
gerð verðlagsskráa síðustu áratugina var upplýsingasöfnunin nú í höndum
skattayfirvalda en ekki sýslumanna og prófasta eins og áður var. Leifar af
þessum sið má finna í búfjármati í leiðbeiningum við gerð skattskýrslu, nú
síðast árið 2004!
Skipulag verðlagsskráa og vinna við þær var annars óbreytt í meginatrið-
um 1817–1962. Vörum var skipt í sjö flokka (sbr. töflu 2.1, bls. 28): 1. Fríður
peningur (þ.e. lifandi búfé). 2. Ull, smjör og tólg. 3. Tóvara. 4. Fiskvörur. 5.
Lýsi. 6. Skinnvara. 7. Ýmislegt (æðardúnn, fjallagrös, dagsverk, lambafóður).
Aðeins fyrsti flokkurinn er enn þá við lýði á skattskýrsluleiðbeiningum (fríð-
ur peningur) en fjölgað hefur í honum og hafa bæst við t.d. hænsni, refur og
minkur. Hey var aldrei talið til opinberra landaura nema sem lambsfóður.
Reiknað var óvegið meðalverð í öllum flokkunum sjö. Þeir sex fyrst-
nefndu voru síðan nýttir til að reikna út meðalalin allra meðalálna og hafði
hér hver flokkur sama vægi! Kemur það óneitanlega undarlega fyrir sjónir
að vara, sem varla var lengur framleidd, eins og gjaldvoðarvaðmál, vó
meira við útreikning meðalverðs en mylkar kýr og miklu meira en saltfisk-
ur, svo að aðeins örfá dæmi séu nefnd. Gallar voru einnig talsverðir á því
hvernig verðupplýsingum var safnað. Höfundur gerir skýra grein fyrir öll-
um þessum göllum, nánar tiltekið í 2. kafla, þar sem er greinargóð lýsing á
skipulagningu og gerð verðlagsskráa.
En svo vel eða merkilega vill til að skýlaus jákvæð fylgni var milli mæl-
anlegrar verðlagsþróunar á 19. öld (sbr. töflu B.1, „Almenn verðlagsþróun
R I T D Ó M A R228
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 228