Saga - 2004, Page 152
Saga XLII:2 (2004), bls. 152–156.
G Í S L I G U N N A R S S O N
Sagnfræðirannsóknir
og söguleg þjóðernisstefna
Guðrún Ása Grímsdóttir birtir ritdóm um bók Helga Þorlákssonar,
Saga Íslands VI. Frá kirkjuvaldi til ríkisvalds, í tímaritinu Sögu þar sem
togstreita gamalla og nýrra söguviðhorfa kristallast.1 Kjarna við-
horfs hennar til bókarinnar er að finna í þeim ummælum hennar að
Helgi reyni að sýna að Jón Arason biskup hafi ekki verið varnar-
maður þjóðlegra réttinda: „Þessi umfjöllun höfundar er dæmigerð
fyrir það hvernig opinber nútímasöguskoðun hafnar sjónarmiðum
þjóðlegrar sjálfstæðisbaráttu en gengur til liðs við þá stefnu ríkis-
valdsins að þurrka út sveitir og þorp innanlands en kalla í staðinn
á „alþjóðasamfélagið““ (bls. 235).
Helgi er þannig ekki aðeins að reyna að afmá, væntanlega rang-
lega, hugmyndina um Jón Arason sem þjóðfrelsishetju, heldur einnig
að ganga til liðs við alþjóðavæðinguna og stuðla að því að þorp og
sveitir Íslands þurrkist út. Mikill er máttur hans og annarra iðkenda
þesarar „nútímasöguskoðunar“. Þessi þankagangur gengur eins og
rauður þráður gegnum ritdóminn. Segja má að Guðrún Ása færist
hér ekki lítið í fang. Hún skrifar: „Þetta verk geymir, að ég held, þá
opinberu söguskoðun um Íslandssögu 16. og 17. aldar sem sagnfræð-
ingar, skólaðir við Háskóla Íslands, hafa miðlað samborgurum sín-
um í ræðu og riti og skal þetta allt skýrt nánar“ (bls. 234–235).
Málið er mér nokkuð skylt þar sem ég hef kennt Íslands- og
Norðurlandasögu tímabilsins 1550–1830 í Háskóla Íslands undan-
gengin fimmtán ár. En fyrsta dæmið sem hún nefnir, þá óþjóðlegu
afhelgun þjóðhetjunnar Jóns Arasonar, er aðeins mál Helga Þor-
lákssonar þar sem hann hefur verið aðalkennari íslenskrar mið-
aldasögu við HÍ, það tímabil þar sem jafnan er fjallað um siða-
skiptin og þann tíma sem biskup þessi lifði.
En Guðrún Ása nefnir fleiri dæmi um boðskap opinberrar sögu-
skoðunar og það er einokunarverslunin. Þar segir hún meðal ann-
ars máli sínu um opinberu söguskoðunina til stuðnings:
1 Guðrún Ása Grímsdóttir, Ritdómur um Sögu Íslands VI, Saga, XLII:1 (2004), bls.
233–237. Hér eftir verður vísað til ritdómsins í svigum inni í textanum.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 152