Saga - 2004, Blaðsíða 146
ríkisvalds á 17. öld og henni var ekki komið á þrautalaust, eins og
ég bendi á. Áhugi minn beinist ekki síst að þeirri skipan sem fyrir
var og því sársaukafulla ferli sem breytingarnar höfðu í för með sér.
Ég sé t.d. galdramálin í þessu ljósi. Líka er kunnugt að ég hef fjall-
að manna mest um þá skipan sem fyrir var þegar menn tókust á í
svonefndum fæðardeilum og leystu mál fyrir milligöngu og með
sátt eða gerðardómum, í fjarveru öflugs miðstjórnarvalds. Ég hefði
frekar búist við að verða talinn aðdáandi þessa gamla fyrirkomu-
lags en ríkisvaldsins.2
Ekki er ég fyrstur til að uppgötva mikilvægi vaxandi ríkisvalds
í sögunni enda hefur ekki farið fram hjá sagnfræðingum sem fást
við tímabilið sú mikla umræða um siðmenningu og siðfágun sem
skrif þýska félagsfræðingsins Norberts Elias (1897–1990) komu af
stað og hann tengdi ríkisvaldi.3 Helsta ritverk sitt um efnið gaf
hann út fyrir seinni heimsstyrjöld en það vakti ekki mikla athygli
fyrr en á áttunda áratug síðustu aldar þegar annálungarnir frönsku
uppgötvuðu það og tengdu hugarfarssögulegum verkefnum. Í
verkinu tengir Elias saman hugarfar og venjubundið lífsmynstur
og skýrir breytingar með vaxandi ríkisvaldi við lok miðalda og á
nýöld. Aukin áhersla var lögð á lög og reglu í krafti ríkisvalds, sið-
ir urðu fágaðir og siðmenning fór vaxandi. Þá er þess að geta að
upp úr umræðu sagnfræðinga um almenna kreppu á 17. öld urðu
mikil skoðanaskipti á Norðurlöndum, einkum í Danmörku, um
vaxandi ríkisvald og áhrif breytinganna sem fylgdu í kjölfarið. Efn-
ið „magtstat“ var tekið sérstaklega til umræðu á norræna sagnfræð-
ingaþinginu í Óðinsvéum 1984 og í framhaldi af því varð til sam-
eiginlegt norrænt rannsóknarverkefni um efnið árið 1987.4 Með
H E L G I Þ O R L Á K S S O N146
2 Um hið gamla fyrirkomulag hef ég haldið námskeið við Háskóla Íslands og
flutt marga fyrirlestra. Af greinum eða birtu efni eftir mig um það hvernig
menn settu niður deilur án miðstjórnarvalds má t.d. nefna: „Hvað er blóð-
hefnd?“ Sagnaþing helgað Jónasi Kristjánssyni. Fyrri hluti (Reykjavík, 1994), bls.
389–414. — „Konungsvald og hefnd“, Sagaene og Noreg. 10. internasjonale saga-
konferanse (Trondheim, 1997), bls. 249–261. — „Inngangur“, Sæmdarmenn. Um
heiður á þjóðveldisöld (Reykjavík, 2001), bls. 7–14. — „Vald og ofurvald. Um inn-
lent vald, erlent konungsvald og líkamlegt ofbeldi á 15. öld“, www.kistan.is.
3 Norbert Elias, Über den Prozess der Zivilisation, 1.–2. bindi (1939; Frankfurt am
Main, 1976).
4 Greinargerð um þetta má finna hjá E. Ladewig Petersen, „Oversigt. 1600-tallets
kriser i Europa“, Historisk Tidsskrift 94 (16. R., B. III, 1994), bls. 337–349. Um
skrif í Danmörku um efnið má nefna af handahófi: Leon Jespersen og Asger
Svane-Knudsen, Stænder og magtstat (Odense, 1989). — Leon Jespersen, The
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 146