Saga - 2004, Blaðsíða 101
ýmist ekki verið lagðir á brjóst eða að börn hafi einungis verið höfð
á brjósti í mjög stuttan tíma. Með rannsóknum mínum sýndi ég að
þetta var ekki algilt. Á fyrri hluta 19. aldar voru ungbörn höfð á
brjósti um lengri tíma á nokkrum svæðum á Íslandi. Þetta á einkum
við um Reykjavík og um börn danskættaðra manna í Vestmanna-
eyjum.14 Um Þingeyjarsýslur er meiri óvissa á fyrri hluta 19. aldar
en þar virðist brjóstagjöf vera orðin nokkuð almenn fljótlega upp úr
1850. Í allmörgum sjávarsóknum virðist líka hafa verið algengt að
nýburar væru lagðir á brjóst en aðeins í skamman tíma.15 Það fer
aftur á móti ekki á milli mála að í mörgum sveitum sunnanlands og
vestan voru nýburar alls ekki lagðir á brjóst. Ýmsar heimildir greina
frá því að ljósmæður í sveitum landsins tóku ungabörn með sér
heim og sinntu uppeldi þeirra á meðan mæður lágu á sæng.16 Sú
hefð hlýtur að vera órækt vitni um brjóstaeldisleysi. Svör við
spurningaskránni „Barnið, fæðing og fyrsta ár“ á þjóðháttasafni
Þjóðminjasafns Íslands benda reyndar til þess að á Suðurlandi hafi
þessi siður að nokkru leyti haldist fram á 20. öldina.17
Í málsgreininni sem Jón Ólafur vísar til í bókinni er ekki fullyrt
að börnum hafi alls ekki verið gefi brjóst, heldur segir þar: „It is
indeed relatively well documented that infants were largely fed
undiluted fat milk and even cream.“18 Ég tel mig hafa fært góð rök
fyrir því að brjóstaeldi hafi hér staðið veikum fótum á 18. öld og
fyrri hluta 19. aldar, enda eru niðurstöður mínar þess efnis svo sem
ekki nýmæli. Eins og getið er um í bókinni hafa allmargir íslenskir
fræðimenn komist að sömu niðurstöðu um tímabilið fyrir 1850.19
Rannsóknir mínar renna því frekari stoðum undir niðurstöður
þessara rannsókna.
L J Ó S M Æ Ð U R, B R J Ó S TA M J Ó L K O G H R E I N L Æ T I 101
14 Ólöf Garðarsdóttir, Saving the Child, bls. 133–144 og 171.
15 Sama heimild, bls. 128–144. Auk doktorsritgerðarinnar er að finna umfjöllun
um barnaeldi eftir landsvæðum í: Ólöf Garðarsdóttir, „Hugleiðingar um
áhrifaþætti ungbarnadauðans á Íslandi“.
16 Um heimildir sem geta um þá hefð að ljósmæður tóku börn með sér heim sjá:
Ólöf Garðarsdóttir, Saving the Child, bls. 57–58 og 200–206.
17 Þjms. Spurningaskrá þjóðháttasafns nr. 10. Barnið, fæðing og fyrsta ár. Athug-
un á svörum við spurningalista þjóðháttasafnsins leiddi í ljós mikinn mun á
svörum eftir landshlutum. Sjá: Ólöf Garðarsdóttir, Saving the Child, bls.
200–206. Í bókinni er ennfremur vísað í viðtal við konu (f. 1911) sem minnist
þess þegar langamma hennar, sem var yfirsetukona í Vestur-Skaftafellssýslu,
tók nýbura með sér heim ef fátækar konur áttu í hlut; sama heimild, bls.
17–18.
18 Ólöf Garðarsdóttir, Saving the Child, bls. 66 (leturbr. mín).
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 101