Saga - 2004, Blaðsíða 55
hin mikla óvissa sem ríkti um endanlega stærð vallarins og almenn
óánægja með sífellda útþenslu hans kann að hafa valdið einhverju
þar um. Í bréfi sem Geir barst með uppkastinu frá herstjórn Breta
kemur glöggt fram hve stórtækur herinn var í þessum efnum án
þess að áformin væru tilgreind nákvæmlega. Þó var tekið fram að
þau réðust ekki einungis af hernaðarlegum þörfum heldur einnig
að stórum hluta af sjónarmiðum almennra flugsamgangna. Þess
vegna lagði herstjórnin til að komið yrði á fót nefnd skipaðri full-
trúum íslenskra og breskra stjórnvalda til að fjalla um fyrirkomulag
flugvallarsvæðisins með tilliti til almenns flugs að stríðinu
loknu.104 Ekkert varð af stofnun slíkrar nefndar og má vera að ís-
lenskum stjórnvöldum hafi þótt Bretar vera farnir að hlutast of mik-
ið til um íslensk flugmál.
Um vorið 1942 tók bandaríski herinn við stjórn flugvallarins að
nokkru leyti ásamt Bretum og aðstoðaði þá við lengingu flugbraut-
anna. Um sumarið var ákveðið að lengja NV/SA-brautina enn frek-
ar, nánast alveg niður í fjöru, og áður en árið var liðið hafði fjöldi
húsa bæst á niðurrifslistann. Nú var það ríkissjóður sem keypti lóð-
irnar en sem fyrr bar breska herstjórnin annan kostnað. Enn var
haldið áfram að fjarlægja íbúðarhús á Skildinganesi árin 1943 og
1944 og munu alls 36 hús hafa hlotið þau örlög á stríðsárunum eða
tæpur þriðjungur húsa á nesinu.105 Íbúum í hverfinu fækkaði á ár-
unum 1940–1944 úr 1169 í 838, eða um 331 (28,3%).106
Varðveist hefur uppdráttur breska flughersins frá desember
1943 sem sýnir lengingu NV/SA-brautarinnar um nokkur hundruð
metra út á Skerjafjörð til norðvesturs. Eins og gefur að skilja var
gert ráð fyrir mikilli undirbyggingu, margra metra hárri þegar kom
út í fjörðinn, og því hefði framkvæmdin trúlega þýtt endalok íbúða-
byggðar á Skildinganesi. Auk þess sýnir uppdrátturinn öllu minni
R E Y K J AV Í K U R F L U G V Ö L L U R 55
104 Samningar Íslands við erlend ríki II, bls. 1049–1050. — ÞÍ. Samgönguráðuneyti.
1995 B/105 1 1939–1948 Flugvellir: Reykjavík. Breska herstjórnin til Geirs G.
Zoëga, 20. maí 1942 (afrit). Gerald Shepherd til Vilhjálms Þórs, 12. okt. 1944
(afrit). Vilhjálmur til Shepherd, 12. okt. 1944 (afrit). Utanríkisráðuneytið.
1998 B/635 2 1943–1946 Flugvöllurinn við Reykjavík. „Reykjavíkurflugvöll-
urinn“, A[gnar] Kl[emens] J[ónsson], 11. júlí 1946.
105 Lbs.–Hbs. Hanna Rósa Sveinsdóttir, Þorpið í borginni, bls. 46–50, 54–55,
81–82. — ÞÍ. Utanríkisráðuneytið. 1998 B/635 2 1943–1946. Flugvöllurinn
við Reykjavík. Geir G. Zoëga til utanríkisráðuneytisins, 8. des. 1944.
106 Árbók Reykjavíkurbæjar 1945, bls. 6–9. Talin eru með nokkur býli sem lentu
innan flugvallarsvæðisins.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 55