Saga - 2004, Blaðsíða 184
Hver „á“ heimastjórnina?
Heiti sjónvarpsmyndarinnar, Hannes Hafstein og heimastjórnin, er
táknrænt fyrir tilhneigingu sem er greinileg á þessu afmælisári
heimastjórnarinnar því að persóna Hannesar og ævistarf er mjög
fyrirferðarmikið í heimastjórnarsögunni og hátíðarhöldunum.12
Með þessum áherslum er ýmislegt gefið til kynna beint og óbeint,
til dæmis það að heimastjórnin sé einkum verk Hannesar og að
hann sé holdtekja heimastjórnartímans. Slík framsetning er gróf
einföldun og villandi á ýmsan hátt. Til dæmis tel ég of lítið gert úr
hlut „höfundar heimastjórnarinnar“, Valtý Guðmundssyni, og er
það ómaklegt því að með valtýskunni tókst að koma þjóðfrelsisbar-
áttunni upp úr stöðnuðu fari og vinna fylgi þeirri hugsun að verk-
legar framfarir væru að svo stöddu mikilvægari en aukið lagalegt
sjálfsforræði og til þess að vinna að þeim þyrfti íslenskan ráð-
herra.13
Annars ýtir áherslan á Hannes, einkalíf hans og mannkosti,
undir það að heimastjórnarsagan sé skoðuð of mikið út frá stjórn-
málaforingjum því að lítið fer fyrir öðrum stjórnmálamönnum eða
almenningi. Áhersla á persónur, eiginleika þeirra og sambönd í
sögulegri túlkun er líka iðulega á kostnað málefna, aðstæðna og
annarra staðreynda. Að því slepptu er greinilegt að við sköpun þess
sameiginlega minnis um heimastjórnina, sem hátíðarhöldunum er
ætlað, hefur verið reynt að setja Hannes Hafstein á bekk með Jóni
Sigurðssyni. Virðist sú goðmennissaga sem Kristján Albertsson bjó
til í ævisögu sinni um Hannes fyrir fjörutíu árum hafa verið endur-
nýjuð í hátíðarhöldum ársins.14 Sú endurnýjun er athyglisverð í
H A L L D Ó R B J A R N A S O N184
12 Um fyrirferð Hannesar í hátíðarhöldunum sjá t.d. lista yfir nokkra af helstu
viðburðunum á vefslóðinni http://www. heimastjorn.is → Afmælisdagskrá
→ jan 2004 til des 2004.
13 Jón Þ. Þór, „Höfundur heimastjórnar: Dr. Valtýr Guðmundsson og þjóðmála-
barátta hans“, fyrirlestur fluttur í Amtsbókasafninu á Akureyri 15. apríl 2004.
Morgunblaðið 10. okt. 2004, bls. 18–19 („Með aðra höndina á ráðherrastóln-
um.“ Rætt við Jón Þ. Þór.)
14 Kristján skrifaði ævisögu Hannesar í mikilli aðdáun á honum, sjá Kristján Al-
bertsson, Hannes Hafstein: Ævisaga I–III (Reykjavík 1961–1964). Ólafur Ragnar
Grímsson taldi á sínum tíma Kristján gera nokkurs konar goðmenni úr Hann-
esi. Sjá: Ólafur Ragnar Grímsson, „Ávarp“, Íslenska söguþingið 28.–31. maí
1997: Ráðstefnurit, ritstj. Guðmundur J. Guðmundsson og Eiríkur K. Björns-
son, I. b. (Reykjavík, 1998), bls. 16.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 184