Saga - 2004, Blaðsíða 82
burðar má geta þess að árslaun verkamanna árið 1915 voru að
meðaltali 950 kr. en 2137 kr. árið 1934.64
Með fátækralögunum frá 1932 var sú breyting gerð að framveg-
is skyldu þeir sem orðnir væru 16 ára og dvalið hefðu tvö ár sam-
fleytt í sveitarfélagi verða þar sveitfastir, þó með þeim skilyrðum að
þeir hefðu ekki þegið sveitarstyrk undanfarin fjögur ár.65 Var þetta
mikil breyting frá lögunum frá 1905 sem kváðu á um sveitfesti eftir
tíu ára samfellda búsetu í sveitarfélagi.66 Ljóst er að þetta hefur
aukið framfærslubyrði Reykjavíkur til muna, enda miklir fólks-
flutningar til bæjarins á fyrri hluta aldarinnar, en styrkur veittur
fósturbörnum var talinn styrkur veittur foreldrum barnanna, en við
styttingu sveitfestitímans urðu fleiri sveitfastir í Reykjavík en áður
höfðu verið.
Fátækt fólk sem fósturforeldrar
Í fátækralögunum 1905 segir með gildishlöðnu orðalagi að börnum
skuli komið í fóstur „á góðum heimilum hjá siðsömum og ráðdeild-
arsömum húsbændum“.67 Erfitt er að sjá hvort börnum hafi í reynd
verið komið fyrir á „góðum heimilum“ en svo virðist þó sem það
hafi ekki alltaf verið tilfellið. Í grein sinni um barnahæli í Reykjavík
frá 1918 ritaði Steinunn Bjartmarsdóttir um þær aðstæður sem „al-
gengt“ var að fósturbörn byggju við. Hún sagði sögu af fólki sem
tók að sér munaðarlaust barn:
Það var fyrir nokkrum árum, að hjón með þrjú stálpuð börn
áttu heima í kjallaranum í húsinu, sem ég átti heima í. Þau
höfðu aðeins eitt herbergi og enga aðra eldstó en lítinn ofn,
sem stóð inni hjá þeim. Á þessum ofni urðu þau svo að sjálf-
sögðu að elda matinn og þvo þvottinn. Um miðjan veturinn
tóku þau svo nýfætt munaðarlaust barn til sín í kjallarann, og
það varð auðvitað að búa við sama loftið og hitt fólkið og allir
geta getið nærri, hvernig það hefir verið. Ég þykist vita, að
móðurinni hefði ekki dottið í hug að koma því þarna fyrir, og
konunni heldur ekki að taka það, ef annars hefði verið kost-
ur.68
N J Ö R Ð U R S I G U R Ð S S O N82
64 Guðmundur Jónsson, Hagvöxtur og iðnvæðing, bls. 196–197.
65 Lýður Björnsson, Saga sveitarstjórnar á Íslandi. Síðara bindi, bls. 210.
66 Sama heimild, bls. 200.
67 Stjórnartíðindi 1905 A, bls. 280.
68 Steinunn Bjartmarsdóttir, „Barnahæli í Reykjavík“, bls. 17.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 82