Saga - 2004, Blaðsíða 147
„magtstat“ er í stuttu máli átt við vaxandi ríkisvald sem rekur rík-
isher og eykur skatttekjur af því tilefni; þá er og í sama viðfangi átt
við bætta stöðu borgara, minnkandi völd aðals og vaxandi embætt-
ismannakerfi og eftirlit með embættisfærslu.5 Þessi fræði voru svo
tengd kenningum Elias. Auðsætt er að sú umræða sem sprottin er
af þessu ætti að geta orðið örvandi fyrir íslenskar sagnfræðirann-
sóknir en íslenskir sagnfræðingar hafa að mestu verið utan gátta í
hinu norræna samstarfi. Breytingarnar snertu þó Ísland, eins og
varnarskip við landið vitna um og aukið eftirlit með embættis-
færslu sem birtist í sendiför Friis og Vind árið 1618. Siðbreytingin er
vitni um þróunina og einveldistakan er framhald hennar.
Ritdómari virðist sakna í texta mínum söguskoðunar þeirra sem
höfðu þjóðernisstefnuna að leiðarljósi. Ég er í hópi hinna, að mati
Guðrúnar Ásu, sem fylgja „opinberri nútímasöguskoðun“ en hafna
„sjónarmiðum þjóðlegrar sjálfstæðisbaráttu“ og ganga til liðs við
skoðanir ríkisvaldsins (bls. 235). Dæmið sem hún tekur um þetta er
að ég sjái Jón Arason ekki sem „varnarmann þjóðréttinda“. Enga
þekki ég meiri varnarmenn fyrir hina gömlu söguskoðun sjálfstæðis-
baráttunnar en ýmsa stjórnmálamenn nútímans og eru ráðherrar þar
í flokki. Einn þeirra sagði m.a. í ræðu nýlega: „Jón Arason barðist
gegn stjórnlyndi og afskiptasemi erlendra manna og fyrir sjálfstæði
okkar Íslendinga.“6 Síðsumars kallaði annar hann „þjóðhetju“.7
Ekki er tiltökumál þótt sums staðar eimi eftir af þjóðernishyggju
í söguskoðunum meðal fólks en ritdómari virðist hins vegar lifa
N Ú T Í M A L E G U R R É T T T R Ú N A Ð U R 147
22 Machtstaat in Seventeenth-century Denmark, Scandinavian Journal of History 10
(1985), bls. 276–306. — Knud J.V. Jespersen, „Absolute Monarchy in Denmark:
Change and Continuity“, Scandinavian Journal of History 12 (1987), bls.
307–316. — Rigsråd, adel og administration 1570–1648. Ritstj. Knud J.V. Jesper-
sen (Odense, 1980). — Bjørn Poulsen, „The Necessity of State in Early Modern
Peasant Society“, Scandinavian Journal of History 22 (1997), bls. 9–19.
5 Sumir telja að ný hernaðartækni hafi einkum valdið þessari þróun, sbr. Gunn-
er Lind, „Våbnenes tale. Våben, drab og krig i viser og virkelighed i Danmark
1536–1660“, Svøbt i mår. Dansk folkevisekultur 1550–1700. 1. útg. F. Lundgreen-
Nielsen og H. Ruus (Köbenhavn, 2000), bls. 251–280.
6 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra við opnun Þjóðminja-
safns 1. september 2004, sbr. www.menntamalaraduneyti.is/radherra/raedur.
Skoðað í október 2004.
7 Hinn 15. ágúst 2004 sagði Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, á
Hólahátíð m.a.: „Enginn Íslendingur kemst nær því að mega kallast þjóðhetja
en Jón biskup Arason“, sbr. www.bjorn.is/greinar/2004/08/15/nr/2866.
Skoðað í október 2004.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 147