Saga - 2004, Blaðsíða 196
viði“ í íslensku þýðingunni og fer þaðan beina braut í texta Hannes-
ar.19
Ritdómi Alþýðublaðsins gerir Hannes skil í samfelldu meginmáli
eins og Hallberg. Í ítarlegri umfjöllun um ritdóm Jóns Björnssonar í
Morgunblaðinu 10. nóvember 1919 dregur Hallberg tilvitnanir inn á
tveimur stöðum (Vefarinn mikli I, bls. 25–26). Nákvæmlega sömu til-
vitnanir og uppsetningu er að finna í bók Hannesar (bls. 103) að
öðru leyti en því að hann virðir ekki greinaskil textans sem hann
vitnar til og skilur eftir sig villur („alt“ verður „allt“, „einhverntíma“
verður „einhvern tíma“). Umgjörð tilvitnananna og útlegging þeirra
er eins og hjá Hallberg og með sama orðalagi. Um þennan ritdóm
vitnar Hannes beint í frumheimild og nefnir ekki Hallberg. Í beinu
framhaldi af ritdómi Jóns segir Hallberg frá grein Halldórs Laxness
um ritdómara sem birtist í Morgunblaðinu 28. júní 1922 og vitnar til
hennar á tveimur stöðum. Þetta gerir Hannes líka en styttir umræð-
una mjög og tekur bara aðra tilvitnunina (bls. 103). Um þetta vitnar
hann aðeins í frumheimild.
Textann um þessa tvo ritdóma sem svo augljóslega er tekinn frá
Hallberg fleygar Hannes með texta úr bók Ólafs Ragnarssonar, Hall-
dór Laxness — Líf í skáldskap, en þar hefur hann fundið umsögn eftir
Jakob Jóh. Smára sem birtist í dálkinum „Ritfregnir“ í Skírni 1920 og
ekki er að finna hjá Hallberg. Endursögnin á ritfregninni er ná-
kvæmlega eins og hjá Ólafi og beinar tilvitnanir þær sömu:
H E L G A K R E S S196
19 Orðið „nýgræðingar“ þýðir Hallberg með „spirande skaldeplantor“ (Den
store vävaren, bls. 23), þ.e. með tveimur orðum sem íslenski þýðandinn þýðir
svo aftur hvort um sig.
20 Ólafur Ragnarsson, Halldór Laxness — Líf í skáldskap (Reykjavík, 2002), bls.
128.
Texti Ólafs
Jakob Jóh. Smári, skáld og ritstjóri,
sagði í tímaritinu Skírni að smíðagallar
væru á verkinu eins og vænta mátti hjá
kornungum höfundi.
„Getur engum dulist það, að hér er
um að ræða efni í skáld, sem líklegt er til
stórra afreka, er þroski vex og lífs-
reynsla . . . og grunar mig, að hann eigi
eftir að auðga íslenskar bókmenntir að
góðum skáldskap, ef honum endist ald-
ur og heilsa.“20
Texti Hannesar
Jakob J. Smári skrifaði vinsamlega um
bókina í tímaritið Skírni. Hann sagði, að
smíðagallar væru á henni, eins og við
væri að búast. En höfundurinn lofaði
góðu. „Getur engum dulist það, að hér
er um að ræða efni í skáld, sem líklegt er
til stórra afreka, er þroski vex og lífs-
reynsla,“ sagði hann, „og grunar mig,
að hann eigi eftir að auðga íslenskar
bókmenntir að góðum skáldskap, ef
honum endist aldur og heilsa.“ (Bls.
103)
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 196