Saga - 2004, Blaðsíða 122
mig fyrir að taka upplýsingar um dánarmein of bókstaflega. Hann
segir: „Að treysta á skýrslur presta um dánarorsök hjá ungbörnum,
og raunar um flest dauðsföll, á 19. og fyrri hluta 20. aldar er ekki
áreiðanlegt! Almennt séð treystir höfundur því að opinberar skýrsl-
ur séu réttar …“.78 Jón Ólafur lítur hér fram hjá því að ítarlega
heimildarýni um flokkun dánarmeina á 19. öld og fyrri hluta þeirr-
ar 20. er að finna í bókinni.79
Að lokum langar mig að fara nokkrum orðum um viðhorf Jóns
Ólafs til annars heimildaflokks, þ.e. aðventuskýrslna, skýrslna
presta og prófasta, birtra hagtalna og kirkjubóka, svo og til með-
ferðar minnar á þessum tölulegum heimildum. Við þetta hefur Jón
Ólafur ekkert að athuga og segir þá „vinnu til fyrirmyndar“. Hann
heldur því enn fremur fram að ég hafi „alla tölfræði … á hreinu“.
Lofsamleg ummæli um þennan þátt rannsóknarinnar koma á óvart
með hliðsjón af annars mjög neikvæðri umsögn um hana. Það kem-
ur óneitanlega undarlega fyrir sjónir að þvílíkt misræmi geti verið
milli meðferðar á eigindlegum og megindlegum aðferðum í rann-
sóknarriti af þessu tagi, þar sem reiknilíkön og framsetning talna-
efnis þjóna öðru fremur þeim tilgangi að sannreyna aðrar heimildir.
Síðar í ritdóminum segir Jón Ólafur: „Og ekki ljúga tölurnar: Úr
ungbarnadauðanum dró.“80 Það er mikil skammsýni að ganga út
frá því að tölur geti ekki logið. Tölulegar heimildir ber að taka með
varúð, tilurð þeirra og notkun eru, ekkert síður en lýsingar í text-
um, háðar viðhorfum og fyrir fram gefnum hugmyndum þeirra
sem skapa þær og hinna sem nota þær og túlka. Það er t.d. vel
þekkt vandamál í sögulegri lýðfræði að oft gætir vanskráningar á
dauðsföllum í kirkjubókum, einkanlega meðal allra yngstu barn-
anna. Það er því nauðsynlegt að kanna þær tölulegu heimildir sem
notaðar eru í rannsóknarriti af þessu tagi og bera saman heimilda-
flokka. Og það er einnig gert í bókinni.81
Lokaorð
Eins og heiti bókarinnar Saving the Child gefur til kynna fer mikill
hluti hennar í að greina frá aðalleikurum í baráttunni við þann
mikla vágest sem ungbarnadauðinn var hér fyrr á öldum. Þar er
Ó L Ö F G A R Ð A R S D Ó T T I R122
79 Ólöf Garðarsdóttir, Saving the Child, bls. 144–151.
80 Jón Ólafur Ísberg, [Ritdómur um Saving the Child], bls. 218.
81 Ólöf Garðarsdóttir, Saving the Child, bls. 50–56.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 122