Saga - 2004, Blaðsíða 138
vaknar hvort stofnun þess embættis og skipunin í það hafi verið
sárabætur Bjarna til handa. Óvíst er hver hefur greint dr. Valtý frá
ráðslagi uppkastsandstæðinga um ráðherraefni. Hann getur þess
raunar í bréfi, dagsettu 26. nóvember, að Ólafur Björnsson Jónsson-
ar hafi sagt sér að móðir sín, Elísabet Sveinsdóttir, hafi skrifað sér í
trúnaði að Hannes Hafstein vildi dr. Valtý helst sem eftirmann. Sú
spurning vaknar því hvort dr. Valtýr hafi fengið framangreindar
upplýsingar frá syni og eiginkonu Björns Jónssonar og þá með eða
án vitundar Björns. Vitað er að Elísabet var mjög andvíg því að
Björn yrði ráðherra. Ýmislegt í ummælum dr. Valtýs bendir til að
hinn sundurleiti flokkur uppkastsandstæðinga hafi aðeins getað
sameinast um Björn Jónsson (og ef til vill um Kristján Jónsson) sem
ráðherra. Sjálfur kvaðst Björn vera afhuga ráðherradómi haustið
1908.17 Þetta hefur verið dregið í efa en upplýsingar dr. Valtýs um
sundurþykkjuna í flokki Björns gætu bent til að hann hafi tekið við
kosningu sem ráðherraefni til að halda flokknum saman.
Jóhannes Jóhannesson kveðst í bréfi til dr. Valtýs frá 5. desember
1908 vera sammála honum um að uppkastsandstæðingar væru
sundurleitur hópur og trúa því tæplega að þeir Ólafur Briem, Björn
Sigfússon og Sigurður Stefánsson létu Bjarna frá Vogi ráða yfir sér.
Því kynni að reynast erfitt að halda flokknum saman á þingi. Síðar
í bréfinu hvetur Jóhannes dr. Valtý til að ræða við þingmenn sem
tækju sér far með Ceres frá Austfjörðum til Reykjavíkur fyrir setn-
ingu Alþingis um þetta atriði og greinir honum frá andstöðu
heimastjórnarmanna gegn því að kosningin á Seyðisfirði verði
ógilt.18
Þingmenn söfnuðust saman í Reykjavík fyrri hluta febrúarmán-
aðar árið 1909. Þorleifur Jónsson var einn hinna nýkjörnu þing-
manna, kosinn á þing fyrir Austur-Skaftafellssýslu haustið 1908.
Hann lagði af stað frá heimili sínu, Hólum í Hornafirði, 23. janúar
1909, fór landveg til Eskifjarðar en þaðan með skipi norður og vest-
ur um land til Reykjavíkur. Allmargir þingmenn urðu Þorleifi sam-
ferða alla leiðina með skipinu eða hluta hennar. Dr. Valtýr Guð-
mundsson var einn þeirra. Skipið kom við á Seyðisfirði og þar hélt
dr. Valtýr stjórnmálafund sem virðist hafa verið nokkuð fjölsóttur.
Þorleifur sat fund þennan og segir dr. Valtý hafa hallast að mestu að
L Ý Ð U R B J Ö R N S S O N138
17 Valtýr Guðmundsson, Aldamót og endurreisn, bls. 302. — Lýður Björnsson,
Björn ritstjóri, bls. 152–153.
18 Valtýr Guðmundsson, Aldamót og endurreisn, bls, 305–306.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 138