Saga - 2004, Blaðsíða 203
Beinar tilvitnanir Hallbergs endursegir Hannes í óbeinni ræðu sem
sýnir þó að þær eiga við fyrstu útgáfu sögunnar.34 Einnig er augljóst
að Hannes styðst við endursögn Hallbergs á sögunni en ekki söguna
sjálfa. Þar er t.a.m. ekki borin á borð „lostæt lambasteik“ heldur
„ljúffengt lambakjöt“,35 enda sennilega soðið og ekki steikt. Þessi
orð þýðir Hallberg með „läcker lammstek“ (Den store vävaren, bls.
31) og íslenski þýðandinn aftur með lostætri lambasteik sem þannig
er komin í texta Hannesar. Í sögunni segir um lambána að hún
„hafði [altaf] sótt í Kálfakotstúnið“ (bls. 20). Í sænska texta Hallbergs
segir að ærin hafi „en längre tid gjort envist intrång på tunet i Kálfa-
kot“ (bls. 31). Íslenski þýðandinn þýðir þetta svo orðrétt til baka og
því rásar ærin í setningu hans bæði „þrjóskulega“ og „um langan
tíma“ í túnið á Kálfakoti. Hannes lætur ána líka rása lengi og
þrjóskulega, en ekki í túnið, heldur í túninu. Í sögunni eru börnin „í
hnipri í auðu básunum“ (bls. 38), en hjá Hannesi eru þau „saman-
hnipruð í einum básnum“. Þetta er sömuleiðis komið beint úr ís-
lensku þýðingunni á sænskum texta Hallbergs sem þýðir fleirtöluna
„básar“ með eintöluorðinu „bås“, sleppir lýsingarorðinu og lætur
börnin vera „hopkrupna i båsen“ (bls. 32). Þannig verða auðir og
kýrlausir básar í sögu Halldórs að einum bás í texta Hannesar. Að
lokum dregur Hannes þá ályktun af rannsókn sinni að sagan sé
„ekki stjórnmálaádeila, þó að víða gæti samúðar með þeim, sem
minna mega sín“ (bls. 143). Þetta hefur hann frá Hallberg sem einn-
ig segir í lok umfjöllunar sinnar að sagan sé „borin uppi af sterkri
samúð með olnbogabörnum þjóðfélagsins“ þótt hún sé ekki „þjóð-
félagsádeila“ (Vefarinn mikli I, bls. 36). Hér hefur Hannes breytt þjóð-
félagsádeilu í stjórnmálaádeilu hvað sem hann á við með því.
Af umfjöllun Hannesar um söguna „Kvæði“ er ljóst að hann hef-
ur ekki lesið hana, en fer eftir endursögn Hallbergs sem hann hefur
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 203
34 Í endurskoðuðu útgáfunni í Þáttum hefur Halldór fellt burt orðið „berfætt“
um börnin. Þar eru þau bara „húngruð, úrill og lasin“ (bls. 17).
35 Halldór Laxness, Nokkrar sögur (Reykjavík, 1923), bls. 23.
[…] þar kemur þó að lokum að lostæt
lambasteik er óvænt borin á borð. […]
Raunar er lambið undan ókunnri á sem
hafði um langan tíma rásað þrjózkulega
í túnið á Kálfakoti. (Bls. 35)
[…] þar sem hann finnur börnin saman-
hnipruð í einum básnum. (Bls. 36)
Skyndilega er lostæt lambasteik borin á
borð. […] Lambið reynist vera undan
ókunnri á, sem hefur lengi rásað
þrjóskulega í túninu í Kálfakoti. (Bls.
143)
Þar finnur hann börnin samanhnipruð í
einum básnum. (Bls. 143)
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 203