Saga - 2004, Blaðsíða 130
um stöðu Íslands í danska ríkinu. Nefndin skyldi skipuð þrettán
ríkisþingsmönnum og sjö alþingismönnum. Fjórir íslensku nefnd-
armannanna skyldu vera úr flokki Hannesar Hafsteins ráðherra,
Heimastjórnarflokknum, en þrír úr flokki stjórnarandstöðunnar á
Alþingi. Sá flokkur nefndist Þjóðræðisflokkur þegar hér var komið
sögu, en hafði áður gengið undir öðrum nöfnum. Eitt þeirra var
Valtýingar. Það var dregið af nafni stofnandans, dr. Valtýs Guð-
mundssonar, sem var háskólakennari í Kaupmannahöfn og bjó þar.
Áhrifamenn í Þjóðræðisflokknum litu á dr. Valtý sem flokksfor-
ingja, til dæmis Björn Jónsson, ritstjóri Ísafoldar, áhrifamesta mál-
gagns flokksins. Flokksformenn voru ekki kosnir á þessum árum.
Viðræður Sambandslaganefndarinnar
í Kaupmannahöfn árið 1908
Þingvallafundir voru oft haldnir á síðustu áratugum 19. aldar og önd-
verðri 20. öld. Þar var mörkuð stefna í sjálfstæðisbaráttunni og fund-
armenn hvöttu hver annan til dáða. Einn slíkur fundur var haldinn
dagana 29. og 30. júní árið 1907. Fundurinn samþykkti ályktun þess
efnis að Ísland skyldi vera frjálst land í konungssambandi við Dan-
mörku með fullt vald í öllum sínum málum og eiga sérstakan fána.
Nýr flokkur, Landvarnarflokkur, mun hafa ráðið miklu um inntak
samþykktarinnar og orðalag. Landvarnarmenn vildu á þessum árum
einskorða samband Íslands og Danmerkur við konungssamband (per-
sonalunion), hvort landið um sig skyldi fara með önnur mál. Flokkur
þeirra gekk mun lengra í kröfum um sjálfstæði en bæði Heimastjórn-
arflokkurinn og Þjóðræðisflokkurinn. Íslensku nefndarmennirnir2
héldu til Kaupmannahafnar hinn 16. febrúar árið 1908, og var
Hannes Hafstein ráðherra að sjálfsögðu oddviti íslensku fulltrúanna.3
L Ý Ð U R B J Ö R N S S O N130
2 Í nefndinni voru þessir fulltrúar Heimastjórnarflokksins: Hannes Hafstein,
ráðherra og þingmaður Eyfirðinga, Jón Magnússon, skrifstofustjóri og þing-
maður Vestmannaeyja, Lárus H. Bjarnason, sýslumaður og þingmaður Snæ-
fellsnes- og Hnappadalssýslu og Steingrímur Jónsson sýslumaður. Fulltrúar
Þjóðræðisflokksins voru þeir Jóhannes Jóhannesson, sýslumaður og þingmað-
ur Norður-Múlasýslu, Stefán Stefánsson, skólameistari og þingmaður Skaga-
fjarðarsýslu, og Skúli Thoroddsen, ritstjóri Þjóðviljans og þingmaður Norður-
Ísafjarðarsýslu.
3 Þessi atburðarás er rakin í allmörgum ævisögum stjórnmálamanna við upphaf
20. aldar. Sjá t.d. Lýður Björnsson, Björn ritstjóri (Reykjavík, 1977), bls. 91–92,
127–131, og Jón Guðnason, Skúli Thoroddsen II (Reykjavík, 1974), bls. 408–415.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 130