Saga - 2004, Blaðsíða 198
gengur aftur í texta Hannesar sem er auk þess ónákvæmur að öðru
leyti. Í umfjöllun sinni vitnar Hannes í nokkrar ljóðlínur úr kvæði
sem hann kallar „Motto“ en heitir „‘Motto’ fyrir sögum og sagna-
köflum“.24 Kvæðið er sjö erindi, tvær línur hvert. Ólafur slær hins
vegar tveimur og tveimur erindum saman í sinni bók og er því eitt
tveggja línu erindi aftast (bls. 103–104). Það sama gerir Hannes og
vitnar í tvö fyrstu erindin sett saman í eitt. Í frumtexta hljóðar fyrsta
erindið svo: „Í lífi þínu maður er svo margt, já svo margt, / svo
merkilegt, svo sögulegt, svo gljúpt, svo hart.“ Hjá Ólafi er þetta einnig
þannig, en Hannes býr til stafsetningarvillu í fyrstu línu til sam-
ræmis við rímorðið í þeirri næstu og skrifar: „svo mart, já svo mart“
(bls. 65). Í síðasta erindinu sem eru tvær línur eins og hjá Ólafi tek-
ur Hannes upp mislestur úr bók hans og skrifar: „En örlagadísirnar
gera þér grand“, þar sem frumtextinn hefur: „Er örlagadísirnar gera
þér grand“. Eitt kvæðið segir Hannes að heiti „Morgunsaungur
smaladreingsins“ (bls. 66) sem er villandi. Í þessum fyrstu prentuðu
verkum hafði Halldór ekki tekið upp sína sérstöku stafsetningu og
gerði það ekki fyrr en mörgum árum síðar.25 Kvæðið heitir því
„Morgunsöngur smaladrengsins“ og þannig er það einnig skrifað
hjá Ólafi (bls. 105). Alls staðar þar sem Hannes vitnar í kvæðin, og
reyndar fyrstu verk Halldórs yfirleitt, breytir hann stafsetningu
þeirra í þá stafsetningu sem Halldór tók síðar upp. Þannig skrifar
hann t.a.m. „hamíngjan“ í stað „hamingjan“ í ljóðinu sem hann kall-
ar „Motto“.26 Í annarri línu „Morgunsöngs smaladrengs“ er óná-
kvæmni og er þar skrifað „framhjá“ (bls. 66) í staðinn fyrir „fram
H E L G A K R E S S198
24 Snær svinni, „Ljóðmæli“, Morgunblaðið 13. júní 1916, bls. 2.
25 Fyrsta bók Halldórs sem prentuð var með sérstakri stafsetningu hans er Und-
ir Helgahnúk 1924. Næstu bækur eru prentaðar með samræmdri stafsetningu
en frá og með Dagleið á fjöllum 1937 og Ljósi heimsins 1937 eru bækurnar prent-
aðar með stafsetningu Halldórs. Þá stafsetningu má hins vegar sjá í ýmsum
tilbrigðum í bréfum hans allt frá 1922.
26 Sama einkennir tilvitnanir hans í fyrstu greinarnar sem Halldór birti undir
nafni sem bréf til lesenda Æskunnar og vesturíslenska barnablaðsins Sólskin í
júní 1916. Þar ritar Hannes „umkríngdur“, „híngað“ og „kríngum“ (bls. 66) í
trássi við frumtextann sem hefur ekki broddstaf yfir i-inu. Um þessi fyrstu
verk Halldórs undir nafni fjallar Helga Kress í greininni „Ilmanskógar betri
landa. Um Halldór Laxness í Nýja heiminum og vesturfaraminnið í verkum
hans“, Ritmennt. Ársrit Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns 7 (2002), sjá
einkum bls. 138–140. Sérútgáfa: Þar ríkir fegurðin ein. Öld með Halldóri Laxness
(Reykjavík, 2002). Ekki getur Hannes þessarar heimildar í umfjöllun sinni um
sömu verk, sbr. bls. 66–67 í bók hans.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 198