Saga - 2004, Blaðsíða 211
Svipaða meðferð fær „Saga úr síldinni“. Þar þræðir Hannes
efnisútdrátt Hallbergs með sömu beinu tilvitnunum og kemst að
sömu niðurstöðu og hann um Kötu gömlu:
Ítarleg umfjöllun Hannesar um „Nýja Ísland“ á bls. 402–404 er tek-
in úr grein Helgu Kress, „Ilmanskógar betri landa“, bls. 153–155.
Orðalagi er þó hnikað til á stöku stað og atriðum víxlað. Á tveimur
stöðum er vísað í grein Helgu um kvæði sem þar er vitnað til.47 Ann-
ars er textinn settur fram eins og hann sé eftir Hannes, byggður á
frumrannsóknum hans og athugunum. Af eftirfarandi texta má sjá
hvernig hann eignar sér kenningu sem kemur fram í greininni og
gerir að sinni. Inndregna tilvitnun fellir hann eins og oft áður inn í
meginmál:
Ekki getur Hannes heimildar um samanburðinn við „Vonir“ sem
hann samkvæmt þessu hefur fundið út sjálfur. Þá skilur hann eftir
sig villu í beinu tilvitnuninni þar sem „hvíldina eilífu“ verður
„hvíldina endalausu“.
Þessa umræðu upp úr grein Helgu Kress fleygar Hannes með
niðurstöðu um tík og mann eftir Hallberg:
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 211
Texti Hallbergs
Kata er blind gagnvart þeim öflum, sem
stjórna lífi hennar. (Hús skáldsins I, bls.
20)
Texti Hannesar
Hún er blind á þau öfl, sem stjórna lífi
hennar. (Bls. 358)
Texti Helgu
Líta má á Nýja Ísland sem tilbrigði við
Vonir eftir Einar H. Kvaran, og báðar
enda sögurnar eins […]. Í sögu Einars
gengur Ólafur eftir svik unnustunnar út
á sléttuna […]:
Og þá fleygði hann sér niður á sléttuna
og grét, grét eins og barn […]. Sléttan
ómælilega, endalausa, sem er full af friði
og minnir á hvíldina eilífu.
(Ritmennt 2002, bls. 46–47)
Texti Hannesar
Sumt í sögunni, aðallega þó endirinn,
minnir líka á smásöguna „Vonir“ eftir
Einar H. Kvaran […]. Sögunni lýkur,
þegar pilturinn fleygir sér örvilnaður
niður á sléttuna, ómælilegu, endalausu,
„sem er full af friði og minnir á hvíldina
endalausu“. (Bls. 404)
47 Ekki hefur Hannes tekið rétt eftir fullu nafni Munda sem kemur þarna fyrir í
vísu, kallar hann Sigurmunda (bls. 403), en hann hét Sigurmundur eins og
fram kemur í greininni (bls. 153).
Texti Hallbergs
Þegar Torfi er að verja tíkarveslinginn, er
hann jafnframt að verja sjálfan sig; hann
Texti Hannesar
Um leið og Torfi ver tíkina, er hann að
verja sjálfan sig. Hann er að verja allt,
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 211