Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Page 35
Brot af því bestaHelgarblað 19. janúar 2018 KYNNINGARBLAÐ Fjórhjólaferðir fyrir alla Óbyggðaferðir er fjölskyldufyrirtæki í Fljótshlíðinni sem nú í ár fagnar 11. starfsárinu. Við bjóðum upp á skoðunarferð­ ir á fjórhjólum allt árið um kring, hvort sem er í Fljóts­ hlíðinni eða lengra inn á hálendið. Um síðustu áramót fluttum við aðstöðuna um þrjá kílómetra. Við erum nú staðsett með vinum okkar, Hótel Fljótshlíð, í Smáratúni, sem er svansvottað hótel og veitingastaður. Að njóta náttúru og úti­ veru á fjórhjólum er skemmti­ leg upplifun. Við bjóðum upp á fjölbreyttar ferðir allt frá tveimur klukkustundum til dagsferða, sem henta jafnt byrjendum sem vönum. Þórsmörk, Eyjafjallajökull, Tindfjöll og Markarfljótsgljúfur eru dæmi um staði í næsta ná­ grenni við okkur. Meðal áfanga­ staða í ferðum okkar lengra inni á hálendið eru Landmanna­ laugar, Hrafntinnusker, Heklu­ svæðið og fleira. Óbyggðaferðir Atv Iceland. is er með aðsetur að Hótel Fljótshlíð Smáratúni. Við útvegum viðskiptavinum hjálma og allan hlífðarfatn­ að. Fjórhjólaferðirnar með Óbyggðaferðum henta jafnt einstaklingum, fjölskyldum og hópum allt að 40 manns. Í samstarfi við Hótel Fljóts­ hlíð er auðvelt að klæðskera skemmtilegt hópefli með möguleika á gistingu, sælker­ amat beint frá býli og frá­ bærri afþreyingu, hvort sem er á fjórhjóli eða hestum, en að Smáratúni er líka starf­ rækt hestaleiga á sumrin. Við leggjum metnað í persónulega þjónustu og að ferðast um landið í sátt við umhverfið og náttúru. Við erum aðeins í 90 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík (113 km). Heimsókn í Fljótshlíðina svíkur engan. Saman getum við búið til uppskrift að góð- um degi. Upplýsingar info@ atviceland.is eða í símum 661-2503 (Unnar) og 661- 2504. Á leið heim úr Þórsmörk. Goðasteinn á toppi Eyjafjallajökuls. ÓbyggðAFERðIR: Sigurjón Héðinsson hefur verið viðriðin bakarí frá árinu 1976 og hann hefur rekið Sigurjónsbakarí frá árinu 1988. Það er til húsa í Hólmgarði 2c, fyrir ofan mið­ bæinn í Keflavík. Þann 17. júní í sumar opnaði Sigurjón síðan kaffihús í Hólmgarði og hefur það gert stormandi lukku. „Ég var bara með 20 fermetra búð hérna en fór svo upp í 120 fermetra og þá var hægt að opna kaffi­ hús. Þessu hefur verið tekið afskaplega vel enda fannst fólki vanta kaffihús í hverfið og nú er það komið,“ segir Sigurjón. Staðurinn er opinn frá 7 á morgnana til 17.30 á virkum dögum og um helg­ ar frá 8 til 17. „Það er súpa, brauð og pestó í hádeginu,“ segir Sigurjón þegar hann er beðinn um að nefna það sem vinsælast er á kaffihús­ inu. Einnig hafa sérhannaðir kleinuhringir hans, svokallað­ ar Héðinsbollur, notið mikilla vinsælda, en sérstaða þeirra felst í miðjunni í kleinuhringn­ um. „Þetta er framleitt hér frá grunni eftir minni uppskrift. Það er allt of mikið um að bakarar selji innfluttar vörur en ég legg áherslu á að baka hér eftir mínum uppskriftum.“ Sigurjón á von á miklum mannfjölda á Ljósanótt sem er framundan í Reykjanesbæ en hún verður haldin frá 30. ágúst til 3. september. „Við verðum með tvöfaldan mannskap og gætum þess að allir komist að. Það er pláss til að sitja hér fyrir 40 manns í einu þannig að við erum vel sett. Við verðum með alls konar nýjungar, partíbrauð og snittubrauð og svo verð ég með alls konar öðruvísi smurt,“ segir Sigurjón. Að sögn Sigurjóns er gestahópur kaffihússins í Sigurjónsbakaríi mjög fjöl­ breyttur og á öllum aldri. Vinnandi fólk fær sér gjarnan súpu og brauð í hádeginu og svo staldra oft við hópar eldri borgara á gönguferðum og fá sér kaffi. Þá eru krakkar úr fjölbrautaskólanum þegar farnir að venja komur sínar á kaffihúsið en skólinn er nýbyrjaður á haustönninni. Vinnudagur bakara hefst snemma og Sigurjón þekkir ekkert annað en að vakna fyrir allar aldir og halda í vinnuna. „Við byrjum korter fyrir fimm og bakararnir vinna til kl. 14. Kaffihúsið er síðan opið áfram,“ segir Sig­ urjón. Hann segist ekki þurfa mikinn svefn, 4–5 tímar dugi honum ágætlega. Sigurjón viðurkennir að bakstur sé mikil nákvæmnis­ vinna í dag. „Hér áður fyrr, þegar ég var að byrja í þessu, þá var slumpað meira. Til dæmis ein lúka af salti á móti einni skóflu af deigi. En svo hafa menn misstórar hendur. Í dag er allt vigtað nákvæmlega og ýtrustu gæðakröfur uppfylltar.“ Sigurjón rekur líka öfluga veisluþjónustu og sinnir jöfn- um höndum brúðkaupsveisl- um, skírnarveislum, afmælum, erfidrykkjum og hvers konar öðrum samsætum. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér veisluþjónustuna betur er bent á að hringja í síma 821- 525 eða 421 -5255. Kærkomið kaffihús í Hólmgarði KAFFIHúS VAR opnAð Í SIgURjÓnSbAKARÍI Í SUMAR Ljómandi huggulegt kaffihús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.