Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Side 44
Brot af því besta Helgarblað 19. janúar 2018KYNNINGARBLAÐ Þvottahúsum hefur ekki fjölgað hér undanfarin fimm ár en á sama tíma hefur verkefnum fjölgað mjög mikið vegna aukinna umsvifa í ferðageiranum. Það eru því mikil tækifæri í þessari starfsgrein fyrir þá sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig og veita góða þjónustu,“ segir Guðmar V. Kjartansson, eig- andi Þvottakompanísins. Guðmar tók við rekstrinum fyrir rúmlega þremur árum og hafa umsvifin aukist jafnt og þétt síðan þá. „Ég hef verið að endurnýja tækja- kostinn og er núna að taka inn vél sem tekur tæpleg 60 kíló af þvotti í einu, en til samanburðar tekur venju- leg heimilisvél 5–7 kíló. Fyrir eru þrjár þvottavélar og tvær strauvélar,“ segir Guðmar. Þvottakompaníið er fyrst og fremst á fyrirtækjamarkaði þó að það neiti ekki einstaklingum um þvottaþjón- ustu. „Um helmingur af verkefnun- um er fastir þjónustusamningar þar sem við veitum heildarlausn. Þetta eru mikið veitingastaðir og hótel og í mörgum tilvikum sjáum við þess- um aðilum fyrir líni, handklæðum, tuskum og þess háttar – afföll geta verið töluverð og því sjá aðilar oft sér vænstan kost í að leigja lín og þurfa þannig ekki að hafa yfirsýn með birgðahaldi. Við sjáum yfirleitt um að sækja og senda og viðskiptavinirnir þurfa ekki að standa í því að senda til okkar óhreint tau og þess háttar,“ segir Guðmar. Guðmar segir að sumir viðskipta- vinir hans í hótel- og veitingageiran- um þurfi daglega þjónustu allt árið um kring en algengt sé að sinna þurfi verkefnum þrisvar í viku fyrir hvern aðila. „Ég hef líka verið að þjónusta verktaka með kuldagalla og önnur vinnuföt. Verktakar hafa oft ekki fasta starfsstöð og þá hefur þeim fundist gott koma með uppsafnaðan þvott beint til mín.“ Starfsmenn Þvottakompanísins eru fjórir að Guðmari meðtöldum. „Ég geng í öll verk. Ef maður ætlar að reka þvottahús þá þýðir lítið að vera í einhverjum skjalatöskuleik, maður verður að vera í þessu af lífi og sál.“ Guðmar segir að töluvert sé að gera allt árið um kring en verkefn- in tvöfaldist síðan á sumrin. Einnig fjölgar þeim mikið í kringum hátíðir. „Það er ljóst að við þurfum að fjölga fólki í framtíðinni og umsvifin eru bara að aukast,“ segir Guðmar. Nánari upplýsingar um starfsemi Þvottakompanísins er að finna á heimasíðunni thvottahus.is. Þar er einnig hægt að senda inn fyrirspurnir og panta þjónustu. Guðmar og Monika Brigitta að störfum Þvottahús á uppleið ÞVottaKoMpaníið, VEStUrVör 22, KópVoGi ÞrifX – framsækið hreingerningafyrirtæki ÞrifX er tíu ára gamalt hrein-gerningafyrirtæki á akureyri sem hefur vaxið mikið síðustu tvö árin. ÞrifX veitir fjölbreytta og víðtæka þjónustu á sviði hreingern-inga og þjónustar í senn einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. „Við höfum bætt við ýmsum þjón- ustuliðum undanfarið ár til að veita viðskiptavinum heildstæðari þjón- ustu. til dæmis keyptum við rekstur- inn Hrein tunna á árinu 2016 sem sérhæfði sig í tunnu- hreinsun og hefur þessi þjónusta mælst vel fyrir hér á akureyri. Við hófum einnig bílaþvott og hafa viðtökurn- ar verið vonum framar,“ segir Vincent, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Sem fyrr segir veitir ÞrifX víðtæka þjónustu og leggur alltaf höfuð- áherslu á gæði þjónustunnar og ánægða viðskiptavini. Sem dæmi um þjónustu ÞrifX við einstaklinga eru þrif eftir flutninga, heimilisþrif, teppa- hreinsun, gólfbónun, gluggaþvottur og margt fleira. ÞrifX veitir fyrirtækjum og stofnun- um margvíslega þjónustu og má þar nefna bónviðhald, hreingerningu og gluggaþvott. Þjónustusvæði fyrirtækisins er fyrst og fremst á akureyri en einnig sinnir ÞrifX verkefnum á Húsavík, Dalvík og víðar á norðurlandi. Á vefsíðunni thrifx.is eru upplýs- ingar um þjónustuna og þar er hægt að senda inn fyrirspurnir og fá tilboð í verkefni. Þar er einnig hægt að panta bílaþvott og tunnuhreinsun með ein- földum hætti. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 414-2990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.