Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Page 53
Vikublað 19. janúar 2018 53 Árið 1923 kom út lítið hefti með heitinu „Hjúskapar hugleiðingar fyrir ungar stúlkur“ en því var ætlað að gefa ungum konum gagnleg ráð í ásta- málum. Í inngangsorðum er meðal annars tekið fram að ástin hafi þann eiginleika að maður geti ekki hugsað sér að hún geti breyst, hvorki orðið minni né meiri. Þar segir: „Að hið síðarnefnda er ekki mögulegt hjá þér, því get ég vel trúað; en að hið fyrrnefnda sé ómögulegt, get ég ekki, þrátt fyrir mótmæli þín, fallist á. Reynslan sýnir að jafnvel hjón, sem elskast mjög heitt í byrjun, geta á skömm- um tíma orðið köld og kærulaus gagnvart hvort öðru. – Þó er það ekki tilgangur minn, kæra vinkona, að ég með þessu, hversu satt sem það er, vilji draga kjark úr þér. Heyrðu ráð mín og breyttu eftir þeim og þá munt þú komast hjá mörgum óþægindum.“ BIRTA mun á næstu vikum deila þessum heilræðum, lesend- um sínum til gagns og gamans. Spurningin er bara hvort þessi ráð séu jafn gagnleg árið 2018 og árið 1923. Það er aldrei að vita. Hér kemur ráð númer 1. Vertu sparsöm með ástaratlot þín Of mikil ástaratlot og umhyggja geta eyðilagt hamingju þína eins og of lítið af þeim. Ástin getur því aðeins varað að ástaratlot séu viðhöfð í hófi. Þú þreytir manninn þinn með of miklum ástaratlotum og of mikilli umhyggju fyrir hon- um. Hann þolir ekki of mikla ham- ingju. Mundu eftir, að of mikið má af öllu gera. Hvað mun sá hafa til vetrarins, sem hefir eytt öllu að sumrinu? Hugsaðu um það, að þið eigið eftir að vera saman alt ykkar líf; vertu þess vegna sparsöm með ástaratlot þín. Skoðaðu mann þinn altaf eins og vin, sem þú á alla lund reynir að draga að þér og gera alt til geðs. Vertu sparsöm með ástaratlot þín Hjúskaparhugleiðingar fyrir ungar stúlkur Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.