Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Side 80

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Side 80
Helgarblað 19. janúar 2018 3. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Aronmola eignast gullmola! Þingmaður passar fyrir Loga n Hjónin Logi Bergmann Eiðsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir skelltu dóttur sinni í pössun í liðinni viku en þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hjálpaði þeim hjónum. Hrafnhildur Hólm, dóttir þeirra hjóna, fór með Áslaugu í Bláa lónið en með í för voru einnig dætur Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins. Svanhildur hafði áhyggjur af því að dóttir hennar myndi ekki nærast nóg hjá Áslaugu sem er einhleyp. „Ég tók líka nesti fyrir skólann á morgun því mamma segir að þú eigir aldrei neinn mat,“ sagði sú stutta við Áslaugu sem greinir frá þessu á Twitt- er. Þær stöllur nærðust þó vel og skelltu sér í bakarí eftir góðan svefn. Aron eignaðist dreng n Einn vinsælasti snappari landsins er leiklistarneminn Aron Már Ólafsson, sem er best þekktur sem Aronmola á óravíddum internetsins. Tugþúsundir Íslendinga fylgjast með kappanum í leik og starfi en hann ráðgerir að útskrifast sem leikari í vor. Þetta verður því ár stórra sigra hjá Aroni Má því hann og unnusta hans, Hildur Skúladóttir, eignuðust sitt fyrsta barn í vikunni, heilbrigðan og fallegan dreng. DV óskar parinu innilega til hamingju. Myndbandið sem hvarf I nga Sæland, formaður Flokks fólksins, skellti sér til Tenerife ásamt vinkonu sinni, Margréti Friðriksdóttur frumkvöðla- fræðingi. Inga hefur ekkert tjáð sig opinberlega um ferðalagið en Margrét birti myndband á Face- book af þeim að skoða skartgripi, þar á meðal perlur. Myndbandið hvarf svo skömmu síðar af Face- book-síðu Margrétar. Margrét segir í samtali við DV að myndbandið hafi átt að fara í „Sögur“ eða „Stories“ en óvart ratað á Facebook-síðu hennar og því hafi hún látið það hverfa. „Þetta átti bara að fara í „Stories“ en svo sá ég að þetta var „Live“, þetta voru bara mistök,“ segir Mar- grét. Margrét yfirgaf Flokk fólksins í haust eftir deilur um uppstill- ingar á framboðslistum. Hún segir að allar deilur séu að baki og þær Inga séu aftur orðnar góðar vin- konur. „Við erum búnar að vera góðar vinkonur í nokkuð mörg ár. Það komu upp smá leiðindi í haust en við unnum úr þeim. Við höfum verið nánar, hún hefur aðstoðað mig og ég hana.“ Margrét yfirgaf Frelsisflokkinn í september í fyrra og tilkynnti að hún ætlaði í framboð fyrir Flokk fólksins í Reykjavík áður en hún yf- irgaf þann flokk í október. Aðspurð hvort hún sé aftur að íhuga fram- boð í komandi borgarstjórnar- kosningum segir Margrét: „Þetta er allt óákveðið ennþá. Það er ekki búið að ákveða neitt. En jú, ég er að skoða það.“ n Inga Sæland og Margrét Friðriksdóttir sleikja sólina á Kanaríeyjum saman 25% AFSLÁTTUR AF INNIMÁLNINGU 17. - 24. janúar Litur#373 Tindablátt Skoðaðu litabækling á byko.is Bliss veggmálning. Án leysiefna, engin skaðleg uppgufun og lyktarlítil. Mælt með af astma- og ofnæmis- samtökum Noregs, NAAF. Auðvelt að versla á byko.is Au glý sin gin er b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g/ eð a m yn da br en gl. T ilb oð gi ld ir 17 . - 2 4. ja nú ar . A th ug ið að lit ur í p re nt i g et ur ve rið fr áv br ug ði nn lit í d ós .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.