Orð og tunga - 26.04.2018, Side 16
Helgi Skúli Kjartansson: Sproti. Geta fornar skógarnytjar ... 5
með sínum blessuðum höndum, og keyrisproti“, síðan píslartækin.
Skal ekki fullyrt hvort sprotinn á að tilheyra þeim8 eða hvort hann
er úr fórum Jesú eins og handritið.9 Orðið er þó vitnisburður um að
sprota mátti nota sem svipu á dýr, líkt og keyrivöndinn sem svo heitir
í Grágás og Jónsbók.
2.4 Töfrar og rúnir
Sumir sprotar fornritanna tengjast fjölkynngi eða yfirnáttúrulegum
verum, líkt og töfrasprotar ævintýranna. Svo er í Vatnsdæla sögu (Ísl.s.
1985:1900) þar sem Þórdís á Spákonufelli veit lengra nefi sínu. Hún
fær skjólstæðingi sínum huliðskufl og „stafsprotann … er Högnuður
heitir“. Með honum á hann að snerta andstæðing sinn í málaferlum,
„drepa sprotanum þrisvar“ á vinstri kinn hans til að svipta hann
minni á vissa hluti, „láta koma stafsprotann við hægri kinn honum“
til að veita honum minnið á ný. Samsetningin stafsproti merkir þar
annaðhvort að sprotinn sé eins konar stafur eða að mjói endinn á staf
sé kallaður sproti.
Til Melabókar Landnámu er rakið grófara ágrip af sömu sögu
(Skarðsárbók 1958:96). Þar er það ráð spákonunnar „að Þorkell skyldi
ljósta sprota hennar í höfuð Guðmundi að dómi, er Hegnóður hét,
og mundi hann þá ekki að mæla“. Hér dugir ekki að „drepa á“ með
sprotanum eða „koma við“ heldur „ljósta“ líkt og þeir gera í reiði,
Ódysseifur, Örvar-Oddur og Höskuldur, en þó eru það töfrar sem
fylgja. Höfuðhögg eru líka töfrum blandin í Sigurðar sögu þögla þar
sem dvergur nokkur hefnir sín á manni með því að birtast honum
í draumi og „laust með sprota þrjú högg í höfuð honum“ en hann
vaknar sárkvalinn af höfuðverk.
Í Bragða-Mágus sögu (1858:73–74) er það ekki maður sem fyrir verður
þegar söguhetjan „vindur undan heklu sinni einum tálknsprota“ og
lýstur honum á hallarveggina með miklum glym. Fylgdu þeir töfrar
að inn í höllina fossaði vatn úr báðum áttum og með því tveir sjóherir
8 Íslenskum lesanda verður hugsað til þjóna æðstu prestanna, þeirra sem börðu
Jesú, sumir „með hnefunum en aðrir börðu hann með stöfum“. Í miðaldabiblíunni
latnesku er hins vegar ekki barið með stöfum heldur flötum lófum (palmas) og
því ólíklegt að keyrisprotinn í Miklagarði tengist þeirri sögn. Svipan, sem Jesús
var húðstrýktur með, er nefnd sérstaklega ásamt spjóti og nöglum, svo að
keyrisprotinn á ekki við hana.
9 Jesús sést vissulega með keyri þegar hann rekur úr helgidóminum sauðina og
nautin sem þar voru til sölu, en þar „gerði hann sér svipu úr köðlum“, einnig á
latínunni (fl agellum de funiculis).
tunga_20.indb 5 12.4.2018 11:50:27