Orð og tunga - 26.04.2018, Side 24

Orð og tunga - 26.04.2018, Side 24
Helgi Skúli Kjartansson: Sproti. Geta fornar skógarnytjar ... 13 reglan verið sú að landsdrottinn réð yfir stóru trjánum (d. overstandere, e. standards) en lágskóginn máttu leiguliðar stýfa að vild og nýta sem teinunga. Einnig tíðkaðist, þar sem skógur var ruddur til að breyta honum í graslendi, haga og engjar, að hlífa trjám hæfilega strjálum, stýfa þau og nýta sem teinunga; það var hægt án þess að landið yrði of skuggsælt fyrir grasvöxt. Handhægast var að stýfa tré niður við jörð svo að teinungarnir yxu nánast beint upp úr sverðinum. En þá þurfti að verja þá fyrir beit. Þegar tré voru stýfð í óvörðum skógum var öruggara að stýfa þau í seilingarhæð eða rúmlega það23 svo að hjartardýr næðu ekki til teinunganna meðan þeir voru að ná sér á strik. 3.2 Spírur á Íslandi Timbur, sem flutt var til Íslands, hefur verið að hluta til úr teinungum. Á síðari öldum eru stengur af því tagi nefndar spírur. Vitna má í taxta einokunarverslunarinnar frá 1776.24 Þar eru verðlagðar smáar spírur, 5–6 álna langar, „meðalmáta“ (6 álnir), stórar (6–8 álnir) og upp í „júffertur“, 9 álna langar. Þvermálið átti að vera frá tveimur þumlungum „í rótarendann“ upp í fjóra þumlunga á júffertunum, en „í topp-endann“ frá einum þumlungi á þeim smáu upp í 2½. Hvernig þessar stengur mjókka frá rót að toppi sýnir að þær eru ekki unnar úr stærri trjábolum heldur sóttar í náttúruna. Grannir bolir af furu eða greni eru þetta ekki, því að slíkar stengur eru nefndar sérstaklega í taxtanum.25 Geta spírurnar þá ekki annað verið en einmitt teinungar af lauftrjám. Sams konar skógarnytjar höfðu tíðkast frá alda öðli og því líklegt að þess háttar timbur hafi á öllum öldum verið flutt til Íslands. 23 Á ensku heitir sú aðferð pollarding, gagnstætt coppicing þegar stýft er í jarðhæð. Í sögu H.C. Andersens, Eldfærunum, þar sem galdranornin sendir dátann í leið- angur niður um holt tré, er sýnilega átt við tré sem mjög lengi hefur verið stýft, en allhátt frá jörðu; teinungarnir vaxa þá eins og krans upp af trjábol sem orðinn er geysidigur en í miðjunni löngu dauður og fúinn. 24 Lovsamling (1853:349). Á dönsku (1853:324) heita spírurnar lægter sem þó er einnig haft um borð eða fj alir, en hér sýnir lýsingin að átt er við sívalar stengur. Sjá einnig nmgr. 22 um orðið spíru í sömu merkingu. 25 Lovsamling (1853:348–349) (sbr. á dönsku 1853:323). Þar er talað um „timbur … norskt, af furu og greni“ og greinilega ekki sagað timbur heldur stengur úr heilum bolum, því þær eru gildari „í rótinni“ en „í toppnum“. Stærð þeirra er frá því að vera öllu stytt ri og grennri en „júff erturnar“ og upp í tólf álna langar og átt a þumlungar í gildari endann. Þar sem nefndar eru spírur í öðrum heimildum má vel vera að orðið nái yfi r greni- og furustengur líka. Orðalagið „dönsk spíra“ (ROH) táknar þó væntanlega teinung. tunga_20.indb 13 12.4.2018 11:50:29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.