Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 24
Helgi Skúli Kjartansson: Sproti. Geta fornar skógarnytjar ... 13
reglan verið sú að landsdrottinn réð yfir stóru trjánum (d. overstandere,
e. standards) en lágskóginn máttu leiguliðar stýfa að vild og nýta sem
teinunga. Einnig tíðkaðist, þar sem skógur var ruddur til að breyta
honum í graslendi, haga og engjar, að hlífa trjám hæfilega strjálum,
stýfa þau og nýta sem teinunga; það var hægt án þess að landið yrði
of skuggsælt fyrir grasvöxt.
Handhægast var að stýfa tré niður við jörð svo að teinungarnir
yxu nánast beint upp úr sverðinum. En þá þurfti að verja þá fyrir
beit. Þegar tré voru stýfð í óvörðum skógum var öruggara að stýfa
þau í seilingarhæð eða rúmlega það23 svo að hjartardýr næðu ekki til
teinunganna meðan þeir voru að ná sér á strik.
3.2 Spírur á Íslandi
Timbur, sem flutt var til Íslands, hefur verið að hluta til úr teinungum.
Á síðari öldum eru stengur af því tagi nefndar spírur. Vitna má í
taxta einokunarverslunarinnar frá 1776.24 Þar eru verðlagðar smáar
spírur, 5–6 álna langar, „meðalmáta“ (6 álnir), stórar (6–8 álnir) og
upp í „júffertur“, 9 álna langar. Þvermálið átti að vera frá tveimur
þumlungum „í rótarendann“ upp í fjóra þumlunga á júffertunum, en
„í topp-endann“ frá einum þumlungi á þeim smáu upp í 2½. Hvernig
þessar stengur mjókka frá rót að toppi sýnir að þær eru ekki unnar úr
stærri trjábolum heldur sóttar í náttúruna. Grannir bolir af furu eða
greni eru þetta ekki, því að slíkar stengur eru nefndar sérstaklega í
taxtanum.25 Geta spírurnar þá ekki annað verið en einmitt teinungar
af lauftrjám. Sams konar skógarnytjar höfðu tíðkast frá alda öðli og því
líklegt að þess háttar timbur hafi á öllum öldum verið flutt til Íslands.
23 Á ensku heitir sú aðferð pollarding, gagnstætt coppicing þegar stýft er í jarðhæð. Í
sögu H.C. Andersens, Eldfærunum, þar sem galdranornin sendir dátann í leið-
angur niður um holt tré, er sýnilega átt við tré sem mjög lengi hefur verið stýft, en
allhátt frá jörðu; teinungarnir vaxa þá eins og krans upp af trjábol sem orðinn er
geysidigur en í miðjunni löngu dauður og fúinn.
24 Lovsamling (1853:349). Á dönsku (1853:324) heita spírurnar lægter sem þó er einnig
haft um borð eða fj alir, en hér sýnir lýsingin að átt er við sívalar stengur. Sjá einnig
nmgr. 22 um orðið spíru í sömu merkingu.
25 Lovsamling (1853:348–349) (sbr. á dönsku 1853:323). Þar er talað um „timbur …
norskt, af furu og greni“ og greinilega ekki sagað timbur heldur stengur úr heilum
bolum, því þær eru gildari „í rótinni“ en „í toppnum“. Stærð þeirra er frá því
að vera öllu stytt ri og grennri en „júff erturnar“ og upp í tólf álna langar og átt a
þumlungar í gildari endann. Þar sem nefndar eru spírur í öðrum heimildum má
vel vera að orðið nái yfi r greni- og furustengur líka. Orðalagið „dönsk spíra“
(ROH) táknar þó væntanlega teinung.
tunga_20.indb 13 12.4.2018 11:50:29